Persónulega setjum við þær á langan þvott á 40°með smá þvottaefni með auka skoli. Rakadrægnin eykst síðan með hverjum þvotti. "Einn þvottur" telst gilt þegar bleyjan hefur verið þvegin og þornuð einu sinni.
Þegar þú ert búin/nn að þrífa og virkja þær skaltu einfaldlega fara af stað og byrja að nota þær!
Þú setur hana á barnið og geymir hana síðan í PUL-poka, íláti, baði eða bala eftir hverja notkun. Þegar þú ert komin/nn með nóg af bleyjum eða þegar þú ert búin/nn að nota þær allar þá er kominn tími á að þvo þær.
Hér er innlegg um einfaldlega þvottarútinu sem þu getur notað til viðmiðunar.
Það fyrsta er að microfiber innlegg má aldrei liggja upp við húð barns. Þetta er vegna þess að microfiber er öflugt efni og dregur mikinn vökva í sig hratt. Þetta getur þurrkað húð barnsins. Því skal alltaf passa að hafa alltaf eitthvað á milli innleggsins og húð barnsins eins og til dæmis flísrenning eða liner.
Gott er að skipta á barni á 2-3 tíma fresti eða eftir þörfum. Þau finna líka meira fyrir vætunni og geta orðið óróleg þegar það er komið að skiptum. Á móti kemur að börn í taui eru gjarnan styttra á bleyju vegna þess að þau tengja vætu við óþægindi og því auðveldara er að kenna þeim á kopp.
Gangi þér vel og ekki gleyma að ef þig vantar meiri ráðgjöf þá er ekkert mál að bóka síma eða zoom ráðgjöf hjá einum af sérfræðingunum okkar þér að kostnaðalausu!