158 vörur
158 vörur
Flokka eftir:
Auðveldaðu bleiuskiptin með einnota renningunum frá Little Lamb úr umhverfisvænu lífplasti (PLA). Þeir hleypa vökva í gegnum sig og inn í bleyjuna en grípa kúkinn, þannig að þegar kemur að bleiuskiptum getur þú einfaldlega tekið renninginn og hent honum (ásamt kúknum) í ruslið.
Auðveldur í notkun: Settu renning ofan á innra lag bleyjunnar, og þegar kemur að bleiuskiptum, tekur þú einfaldlega upp renninginn með kúknum í, hristir kúknum í klósettið (ef það er hægt) og hendir svo renningnum í ruslið. Passar fyrir allar tegundir af fjölnota bleyjum.
Stærð: 19 x 27 cm
Notkunarleiðbeiningar: Settu innlegg ofan á bleyjuna næst við húð barnsins. Eftir notkun skaltu setja renninginn í poka og henda honum í ruslið. Ekki sturta honum niður í klósettið! Ef það hefur ekki komið kúkur í renninginn þá máttu þrífa þessa týpu að renning með bleyjunum og nota hann aftur.
Við mælum með að nota einnota renninga þegar þú ert á ferðinni, þar sem það er þægilegra, en þegar þú ert heima er umhverfisvænna að nota fjölnota flís- eða awj renninga sem þú getur þvegið aftur og aftur og notað ár eftir ár.
Einnota renningarnar frá Little Lamb eru stórir í sniði og hægt er að klippa þá í tvennt fyrir smærri börn, en vinsamlegast forðastu að brjóta renningana í tvennt eða hafa fleira en eitt lag, þar sem það getur hindrað frásogið bleyjunnar.
Þjálfunarnærbuxur eru hugsaðar fyrir börn sem eru tilbúin til þess að taka fyrstu skrefin úr bleyju í kopp/klósett. Þessar sætu þjálfunarnærbuxur frá Alva baby eru með bambus innra lagi og vatnsheldu ytra lagi (PUL) og ætti að halda 1-2 slysum.
Innra lag:
- Má vera uppvið húð barns.
- Varnin finnur fyrir vætunni.
Passar: Ættu að passa börnum frá 18m-3 ára.
Hönnun:
- Eru með smellum að framan til þess að hagræða stærðum betur.
- Engin smellur á hliðum.
- Breitt læraop sem kemur þó ekki niður á virkni buxnanna.
Eiginleikar:
- PCP vottun.
- Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
Einstaklega rakadræg All-In-One taubleyja frá La Petit Ourse sem passar börnum frá 4,5-15kg.
Þessi dásemd skartar öllu því sem gerir góða bleyju frábæra. Bleyjunni fylgir auka booster sem maður smellir í en einnig er hægt að setja auka innlegg í vasa sem er í bleyjunni. Bleyjan er með rakadrægt bambusinnlegg saumað inní. Upp við húð barnsins er silkimjúkt stay-dry efni.
Frekari upplýsingar
Tvöfaldur saumur sem kemur í veg fyrir leka meðfram lærum.
- Extra vasi fyrir auka rakadrægni (auka innlegg fylgir ekki, bara einn búster)
- Ísaumað innlegg er úr einu lagi af microfiber og þremur lögum bambus
- Hver bleyja kemur með búster sem er "stay-dry" úr einu lagi af microfiber og fjögur lög af bambus.
- Öflugt fjögurra- hæða stærðarkerfi
Eiginleikar
Efni
Bleyja:
25% bambus, 75% polyester
Búster:
45% bambus, 55% polyester
Rakadrægni bleyju:
177ml
Rakadrægni bústers:
185ml
Vottanir
CPSIA
Um merkið
Upplifðu þægindi og frábæran stíl með AWJ vasableyjunum okkar án innleggja. Þessar einföldu og praktísku bleyjur eru fullkomnar fyrir börn á aldrinum 3,5 til 15 kg, þar sem þær bjóða upp á frábæra aðlögun og notagildi.
Helstu eiginleikar:
- One Size hönnun: Hentar börnum á mismunandi aldursstigum, tryggir að bleyjan passi yfir lengri tíma.
- Dúnmjúkt innra lag: Athletic Wicking Jersey veitir þægindi og fullkomna vernd gegn vætu.
- Margir litir og munstur: Veldu úr fjölbreyttu úrvali sem passar barninu.
- Fljótur þurrkunartími: Snöggar að þorna á snúru sem gerir þér kleift að nota þær aftur á eftir skamman tíma.
- Ódýrt valkostur: Frábært verð fyrir góð gæði.
Efni:
- Ytra lag: Polyester með vatnsheldu TPU (PUL).
- Innra lag: Athletic Wicking Jersey (AWJ).
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
Einstaklega þunnur, og alveg ótrúlega rakadrægur stundaglaslaga hemp búster frá Little lamb. Geggjaður búster í vasableyjuna eða sem súper mini/búster í í hvaða bleyju sem er með því að brjóta í þrennt og setja þar sem álagssvæðið er.
Eiginleikar
Efni
60% bómull
40% hemp
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Einstaklega rakadræg og áreiðanleg vasableyja frá La Petit Ourse sem passar börnum frá ca. 5-16 kg. Þessar praktísku bleyjur eru líklegast vinsælustu vasableyjurnar sem við bjóðum uppá.
Þessi dásemd skartar öllu því sem gerir góða bleyju frábæra. Hún er með tvöföldu vasaopi og með mjúku stay dray efni að innan. Með bleyjunni fylgja einu rakadrægustu innlegg sem við höfum komist í tæri við.
Frekari upplýsingar
-Tvöfaldur saumur sem kemur í veg fyrir leka meðfram lærum.
- Tvö innlegg fylgja.
- Öflugt fjögurra- hæða stærðarkerfi
- Stay-dry er úr suedecloth ( 100%polyester)
- CPSIA og OEKO-tex vottað
- BPA free
Eiginleikar
Efni
Bleyja:
100% polyester
Innlegg:
70% bambus, 30% polyester
Rakadrægni bleyju:
192ml
Rakadrægni bústers:
185ml
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði.
Þau eru franskt-kanadískt merki en vörurnar eru saumaðar í Kína. Vinsælustu vörurnar okkar frá þeim eru AIO bleyjurnar, innleggin og deluxe geymslupokinn.
Sannkallaður LÚXUS blautpoki (pail liner) sem er ein vinsælasta varan okkar frá upphafi!
Þessi poki var hannaður til þess að auðvelda þér taubleyjulífið til muna!
Pokann getur þú bæði hengt upp á hanka, á lokaða stöng eða notað teygjuna yfir opinu til þess að strekkja yfir bala. Pokinn rúmar um 20-25 óhreinar bleyjur, er vatnsheldur og heldur lykt í skefjum. Virkilega endingargóður geymslupoki sem er algjör skyldueign fyrir alla taubleyjuforeldra.
Nánar
- Á botnum er rennilás sem gerir þér kleift að henda pokanum beint í þvottavélina án þess að þurfa tæma pokann og snerta skítugar bleyjurnar. Þú einfaldlega rennir frá og lokar vélinni og voila! Bleyjurnar rata sjálfar sína leið úr pokanum þegar vélin fer af stað.
- Tveir sterkir hankar með sterkum smellum sitthvorumegin á pokanum gerir þér kleift að geyma pokann hvar sem er.
- Lítill aukavasi inn í pokanum með rennilás á botninum fyrir þurrkur ef ske kynni að þú viljir ekki blanda þeim saman við bleyjurnar.
- Lítill bambusnibbi er á saumaður inn í pokann svo þú getur sett einn til tvo dropa af þinni uppáhalds ilmkjarnaolíu til að minnka lykt og minnka líkur á bakteríumyndun skítugra bleyja í pokanum.
Efni
LPO ECO: 100% polyester ú endurunnu plasti
Stærð: 60 cm X 68 cm
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði. Þetta er franskt-kanadískt merki og vörurnar eru saumaðar í Kína.
Vörulýsing
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Bleyjur án riflásar fást HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Flexiskeljarnar eru fyrir nútímafjölskyldur sem vilja gæða dekurbleyjur sem eru bæði umhverfisvænar og hagkvæmar. Þær eru hannaðar með mikilli nákvæmni og með áherslu á virkni og stíl.
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Stærðir
One Size bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho eru hannaðar fyrir þyngdir 2,5 - 18 kg, eða frá fæðingu til koppaþjálfunar.
Athugið að innlegg eru seld sér hér og einnig hægt að versla skeljarnar með innleggi og búster hér
Endurbætur á Flexi Cover bleyjuskel
Nýja og endurbætta útgáfan af Flexi Cover bleyjuskelinni (2.0) hefur eftirfarandi eiginleika:
- Tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
- NÝ magateygja til að forðast op á maganum þegar bleyjan er notuð.
- NÝR panell á aftari hluta bleyjunnar sem veitir innri vörn til að forðast kúkasprengingar upp að aftan.
- NÝ, breiðari og mýkri bakteygja og innri mjaðmateygja, til að tryggja hámarks þægindi fyrir barnið þitt.
Bleyjuinnleggin
Hvert endurnýjanlega innlegg er hannað til að smella eða liggja inni í bleyjuskelinni. Innleggin frá Bare and Boho geta einnig verið sett undir bakvörnina fyrir aukna vörn gegn lekum. Hvert innlegg hefur teygjur á hliðunum sem umlykja mjaðmirnar til að draga best úr raka og vernda gegn lekum.
Nýju 2.0 bambusinnleggin innihalda nú 5 lög af rakadrægu efni, þar á meðal bambus-bómullarfleece og efra lag úr microfleece. Microfleece lagið dregur raka frá húð barnsins, þannig að það heldur barninu þurru í lengri tíma.
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Hver endurnýjanlegi búster er mótaður í stundaglaslaga formi til að passa vel að líkamanum. Bústerarnir frá Bare and Boho hafa innbyggt efni sem er rakadrægt og mjúkt. Þeir eru hannaðir til að auka rakadrægni bleyjunnar og eru valfrjálsir í notkun, fer eftir því hversu mikið barnið þitt þarf.
Til að nota bústerinn skaltu einfaldlega leggja hann ofan á innleggið, eða brjóta hann í tvennt og leggja að framan, sérstaklega fyrir drengi, þar sem álagið er mest.
Bambus Trifold frá Bare and Boho
Trifold innleggið frá Bare and Boho er með 3 lögum af rakadrægum bambus-bómullarfleece. Þegar innleggið er brotið í þrennt, verður það að afar rakadrægu innleggi fyrir bleyjuskelina þína. Trifolds eru hönnuð til að brjóta saman í þrennt, en þrátt fyrir mikla rakadrægni er innleggið ennþá þunnt og þægilegt þegar það er samanbrotið í bleyjunni. Hægt er að nota trifolds eitt sér inni í bleyjunni eða sem viðbótarrakadrægni við venjuleg innlegg, eða í bland við önnur innlegg eða bústera fyrir enn meiri rakadrægni. Þú finnur bambus trifoldið frá Bare and Boho hér.
Sjá allar vörur frá Bare and Boho
Efni
- Ytra efni skeljar: 100% pólýester rPET
- Innri fóðrun skeljar: 100% pólýester microsuede
- Ytra efni innleggs: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efra lag innleggs: 100% pólýester microfleece
- Búster: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efri lag bústera: 100% pólýester microfleece
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Little Lamb vasableyjan er einföld í notkun, rakadræg og einstaklega rúm og lipur. Hún er hönnuð til að vaxa með barninu og hentar frá 4–16 kg og jafnvel aðeins lengur. Þetta er persónulega með okkar uppáhalds vasableyjum og eru alltaf á meðal þeirra fyrstu sem við veljum sjálfar í taubleyju safninu okkar.
Helstu eiginleikar:
- One-size hönnun: Stærð stillanleg með smellum, svo bleyjan vex með barninu.
- Vatnsheld skel: Úr endurunnu PUL efni sem kemur í veg fyrir leka.
- Mjúkt innra lag: Flís sem heldur húð barnsins þurrri og þægilegri.
- Vasi fyrir innlegg: Stór vasi sem er auðveldur í notkun.
- Tvö bambusinnlegg fylgja: Þétt og rakadræg innlegg sem má fjarlægja fyrir fljótari þurrkun.
Umhverfisvæn og vönduð framleiðsla:
- Framleidd úr endurunnum plastefnum til að minnka vistspor.
- OEKO-TEX vottað fyrir örugga og siðferðilega framleiðslu.
- Einstök mynstur og litir sem gleðja bæði foreldra og börn.
Sérsniðin rakadrægni:
- Léttir pissarar: Notaðu eitt innlegg.
- Venjulegir pissarar: Notaðu tvö innlegg.
- Ofurpissarar: Bættu við hamp- og bómullarblönduðum bústerum fyrir enn meiri rakadrægni.
Little Lamb vasableyjan er lipur og þægileg í sniði, tryggir barninu þínu þurrk og vellíðan, og sparar þér bæði tíma og peninga. Mælt er sérstaklega með henni af sérfræðingum fyrir endingu, áreiðanleika og hagkvæmni. 🌿
Notkunarleiðbeiningar
Myndband
Um merkið
Little Lamb er breskt merki sem er þekkt fyrir að vera með háa gæðastaðla og mikla umhverfisvitund. Með hverri bleyju koma tvö rakadræg bambus innlegg. Þessar vönduðu vörur eru saumaðar í Tyrklandi.
Skeljarnar frá Little Lamb koma í þremur stærðum og eru úr náttúrulega teygjanlegum bambus og mjúkofnu pólýefni. Í innanverðri bleyjunni er himna sem andar og hámarkar þannig loftflæði í gegnum efnið og heldur hitastiginu í lágmarki svo að barninu líði vel.
Skelin er einstaklega vel sniðin sem gerir það að verkum að hún heldur vætu og kúk þar sem það á að vera.
Þessar skeljar eru hannaðar til að passa fullkomlega utan um Fitted bleyjurnar frá Little Lamb en þær passa einnig vel yfir aðrar fitted bleyjur eins og Bamboozle bleyjurnar frá Totsbots og/eða pre-folds.
Þar sem bæði fitted bleyjurnar og skeljarnar frá Little Lamb hafa teygjur við bak og læri þá heyra svokallaðar kúkasprengjur nánast sögunni til.
Efni
- Skeljarnar eru ofnæmisprófaðar og eiturefnalausar og falla undir ströngustu reglugerðir ReACH á vegum Evrópusambandsins um litarefni.
- Öll efnin sem notuð eru í skeljunum eru Oeko-tex Standard 100 vottuð.
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Fyrst maður er í tauinu, afhverju ekki að skipta út blautþurrkunum líka? Fjölnota þurrkur úr bambus sem hægt er að nota á bossan, nebbann, munninn, litlar hendur eða bara hvað sem er. Þurrkurnar eru gerðar úr bambus sem er náttúrlega sveppa- og bakteríudrepandi. Ómissandi í skiptitöskuna! Þær eru mjög mjúkar fyrst en stífna með tímanum og þá líkist áferðin þurru handklæðinu en þó aðeins mýkra, en mýkjast um leið og þær blotna. Þurrka óhreinindi mjög vel og sér í lagi kúk. Svo hendir þú þeim bara í þvott með bleyjunum!
Efni
90% viscose sem unnið er úr bambus
10% endurunnið polyester
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Vandaðir og fallegir sundgallar og derhúfa frá ástralska taubleyjuframleiðandanum Bare and Boho sem henta til sundiðkunar í íslenskum aðstæðum allan ársins hring.
Eins og með flest annað frá Bare and Boho þá eru vörurnar mjög vandaðar, búnar til úr endurunnu plastefni úr sjónum og loks, auðvitað, skreyttar af Áströlskum listamönnum.
Gallarnir eru með góðum rennilás að framan, löngum ermum og loks smellum í klofinu svo auðvelt er að opna þá að neðan ef þess þarf.
Þar að auki er efnið tvöfalt við búkinn þannig hann er fullkominn sundflík sem heldur hita í litlum kroppum yfir kalda vetrarmánuðina.
Skemmtilegur sólhattur kemur með öllum göllum. Bæði hattarnir og gallarnir vernda barninu frá sólinni með UPF50+.
Stærðir
Myndbönd
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu er OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Bambus innlegg frá Alva Baby sem henta í nánast allar taubleyjur. Þessi innlegg fylgja AWJ vasableyjunum frá Alva Baby og parast fullkomlega með þriggja laga bambus innleggjunum sem eru þynnri en þessi og úr 100% bambus.
Mjúk og hentug innlegg sem:
- Krumpast ekki í þvotti
- Draga hratt í sig og fljót að þorna á snúru
- Mega vera upp við húð
Efni:
- Ytra efni: 2 lög of bambus
- Innra efni: 2 lög af microfiber
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Virkilega léttar og góðar sundbleyjur frá Alva Baby í fallegum munstrum.
Sundbleyjurnar eru með stillingum fyrir þyngd frá 4.5kg-18kg.
Efni:
- Innra lag: AWJ
- Ytra lag: 100% Polyester
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Flísrenningur / Fjölnota liner frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
ATH að þó myndinn sýni marga renninga eru þessir seldir stakir en með magnafslætti ef keyptir eru 5 eða fleiri!
Vörulýsing
"Pull-Up" ullarbuxur er algjör skyldueign fyrir fjölskyldur sem nota fitted, gas eða prefolds bleyjur því þær bjóða upp á hina fullkomnu vatnsheldu "skel" eða þekjun yfir bleyjusvæði. Buxurnar eru úr 100% lífrænni merino ull.
Nánari upplýsingar
Ullarbuxurnar frá Disana draga ekki í sig bakteríur, anda vel, halda hita þó þær blotni, og eru rakadrægar og teygjanlegar. Þær eru úr tvöföldu lagi af ofinni ull með stroffi utan um maga og um læri svo þær passi betur. Þær koma í 5 stærðum til þess að passa sem best og í fallegum litum.
Þær henta fullkomlega sem næturbleyjur utan um rakadrægar fitted bleyjur vegna þess hve vel þær anda en eru jafnframt rakadrægar. Þær henta ofurpissurum, heitfengnum sem og kaldfengnum börnum þar sem ullin heldur hita á köldum vetrarnóttum og kælir á heitum sumardögum. Góð þumalputtaregla er að þrífa bleyjuna á tveggja vikna fresti með lanólínlögum, en ef barnið kúkar í hana þá þarf að þvo hana.
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 dagskeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins og nóg er að eiga eina næturskel í réttri stærð.
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti.
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolíni sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL. Hún gæti í raun endað á barnabörnunum!
Myndband
Þvottur og umhirða
Mikilvægt að hafa í huga
- Það þarf ekki að preppa þessa bleyju serstaklega- hún er tilbuin eins og hún kemur.
- Passa að vinda aldrei ull né setja í þurrkara. Best er að pressa vætuna úr í t.d. handklæði.
- Þurrkist á flötum stað.
Þvottaleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Efni
Efni: 100% merino wool
Vottanir: GOTS (Global Organic Textile Standard)
Um merkið
Disana er þýskt gæðamerki sem leggur áherslu á að framleiða vörur úr eins náttúrulegum efnum og hugsast getur. Disana var stofnað fyrir 40 árum og hóf vegferð sína sem frumkvöðull í náttúrulegum taubleyjum en hefur í gegnum árin fært út kvíarnar og framleiðir einnig ullarfatnað og ullarvörur á alla fjölskylduna.
Nimble Nappy Lover taubleyjuþvottaefnið einfaldar taubleyjuþvottinn til muna og skilur eftir sig skínandi hreinar og mjúkar taubleyjur.
- Non-bio þvottaduft sérhannað fyrir taubleyjur
- Einfaldari leið til þvo taubleyjur. Engin þörf á auka bústerum.
- Laust við húðertandi ensím, litarefni og litskerpandi efni og innihaldur einungis ofnæmisfrí lyktarefni.
- Eyðist algerlega upp í þvotti. Þvottaefnið safnast ekki fyrir í bleyjunum
- Ein flaska dugar fyrir allt að 40 þvotta