Það mun gerast fyrir okkur öll á einhverjum tímapunkti að bleyjan lekur - óháð því hvort að bleyjan sé úr taui eða einnota.
Þegar kemur að taubleyjum þá er þetta yfirleitt vegna þess að bleyjan er ekki almennilega á barninu. Kíktu á þetta myndband hér til þess að sjá hvernig á að setja bleyju á barn.
Ef þú ert viss um að þetta er ekki mátuninni að kenna þá annað ýmislegt sem þú getur athugað:
- Þarf að haga innleggjum eitthvað? Þarftu mögulega að bæta við eða kaupa önnur innlegg fyrir þitt barn? Ofurpissarar þurfa t.d mögulega auka búster í sína bleyju.
- Er fatnaðurinn of þröngur? Of þröng föt geta skapað þrýstingsleka. Passaðu upp á að t.d samfellur séu nógu rúmar fyrir taubleyjur. Við seljum framlengingar fyrir samfellur hér.
- Þarf barnið tíðari skipti? Við mælum með því að börn í taui fái ferska bleyju á 2-3 tíma fresti en sum börn þurfa tíðari skipti.
- Er bleyjan orðin vatnsheld? Gættu þess að það sé ekki mýkingarefni í þvottaefninu sem þú notar. Bossakrem með Zinc gera taubleyjur einnig vatnsheldar.
- Er uppsafnað þvottaefni í innleggjunum? Sumir foreldrar gæta þess ekki að setja auka skol eftir aðalþvottin. Þetta getur valdið því að það þvottaefni safnist í innleggjunum yfir einhvern tíma og "fyllast" og þau hætta að halda vökva. Ef þér líður eins og bleyjurnar einfaldlega virka ekki lengur þá skaltu henda þeim í góða djúphreinsun og bæta svo auka skoli eftir aðalþvottinn framvegis og sjá hvort að ástandið lagast ekki.
Ef ekkert af þessu virkar þá máttu alltaf heyra í okkur á samfélagsmiðlunum og við gefum þér persónulega ráðgjöf.
Ert þú með fleiri ráð? Skildu þau eftir hér í kommentum!
Gangi þér vel!