Hjálplegt efni

Svona byrjar þú í taubleyjum!

Svona byrjar þú í taubleyjum!

Það er eðlilegt að finnast taubleyjulífið vera mikið í byrjun, en mundu að þú þarft ekki að kunna allt strax. Smám saman verður þetta einfaldara, og við erum hér til að styðja þig. Þetta blogg er fyrir öll sem vilja fara af stað en þurfa aðstoð við sín fyrstu skref🤝 1. Fyrst þarftu að kynnast kerfunum sem eru í boði. Byrjaðu á því að lesa þetta blogg um mismunandi kerfi taubleyja og sjáðu hvort að eitt kerfi talar sérstaklega til þín. Almennt mælum við með að prófa flest kerfi áður en þú kaupir allt safnið þitt því annars áttu í hættu með að kaupa of mikið af því sem hentar ykkur síðan kannski ekki🤷🏻‍♀️ Með smá rannsóknum munt þú finna það sem hentar þér og fjölskyldunni best.2. Þetta hefst síðan allt saman á fyrstu bleyjunum. Um leið og þið eruð komin með þær í hendurnar þá eru þið farin af stað. Við mælum hiklaust með einhverjum af taubleyjupökkunum okkar en yfir 100 fjölskyldur hafa byrjað sitt ferðalag með einhverjum þeirra og blómstrað. Hver pakki er vandlega valinn með tilliti til þæginda, notagildis og gæði, svo þú getir auðveldlega fundið það sem hentar þér og barninu þínu. Þetta er frábær lausn fyrir þá sem vilja byrja með fjölnota bleyjur og fá allt sem þau þurfa í einum pakka!👌 3. Ef þú vilt ekki kaupa taubleyjupakka þá er um að gera að útvega sér þær bleyjur sem þér líst vel á, notað eða nýtt.♻️ Markaðstorgið okkar er tilvalið ef þú vilt kaupa notað en einnig bjóðum við upp á lánspakka án endurgjalds. Lánspakkinn er frábær kostur fyrir byrjendur sem vilja prófa án fjárfestingar. Nýburableyjuleigan okkar er svo alveg tilvalin fyrir fyrstu 1-2 mánuði barnsins, því þau vaxa svo hratt í byrjun að við mælum helst alltaf með því að kaupa ekki nýburableyjur heldur frekar fá þær lánaðar eða leigja þær.4. Ef þú hefur tök á því að þrífa annanhvern dag þá mælum við með að eiga 16-20 bleyjur. Þú getur tínt í safnið þitt smátt og smátt eða keypt allar bleyjur í einu sem þér líst vel á.🧸5. Þegar þið eruð komin með bleyjurnar í hendurnar skulið þið lesa þetta blogg hér um hvernig á að preppa þær og nokkrar þumalputtareglur varðandi tau. Einnig skaltu horfa á þetta myndband um hvernig skal setja taubleyju á barn og síðan kanski lesa þetta blogg hér um tau og kúk.💩6. Þegar þið eruð búin að lesa hvernig hvernig á að preppa þær og þekkið þumalputtareglurnar skulið þið einfaldlega fara af stað. Núna er að kynnast taubleyjulífinu sjálfu og tími til að spá í þvottarútínu.🧺 Hér er okkar tillaga að einfaldri þvottarútínu til viðmiðunar🌸 Góð þvottarútína er mjög mikilvæg því taubleyjan er næst húð barnsins og því skiptir miklu máli að bleyjurnar séu hreinar.✨ Einnig er gott að hafa í huga að þvottaefni og önnur aukaefni geta safnast fyrir í þvottavélinni og því gott að huga að hreinlæti þvottavélarinnar líka. Hér er tillaga að því hvernig þú djúphreinar þvottavélina. 7. Farðu af stað og hafðu í huga að í byrjun gertur þetta verið svolítið brösulegt. Verið opin gagnvart leka og almennum ruglingi. Besta ráðið hér er að hlæja bara og reyna betur. Áður en þú veist af ertu komin með skothelda rútínu sem flæðir vel með heimilislífinu þínu. Hér er tékklisti fyrir leka💦 8. Byrjaðu á því að nota bara þau innlegg sem fylgja með🤍 Kanski eru þau nóg- kanski þarftu meira eða eitthvað öðruvísi. Það er ómögulegt að vita hvað þú þarft án þess að prófa bleyjurnar fyrst. Sum börn eru ofurpissarar og þurfa extra rakadrægni á meðan önnur eru bara góð með það sem fylgir. Hér er blogg um mismunandi innlegg en einnig erum við með rosalega góða umræðu um innlegg í highligts á instagram. 9. Þegar þú ert 100% viss um að tau er eitthvað sem þú vilt halda áfram með þá mælum við með því að byrja að tína að sér aukahluti sem gerir tauið svo miklu miklu miklu auðveldara og þægilegra. Hér er okkar tjékklisti✔️☑️  Extra stór deluxe blautpoki til að eiga heima fyrir óhreinu taubleyjurnar☑️  Úrval blautpoka með aðskildum hólfum til þess að hafa í skiptitösku☑️  Hríspappír til þess að setja í bleyjuna til þess að grípa kúk eða til þess að passa upp á bleyjunar ef þú þarft að nota zink krem☑️  Fjölnota þurrkur - hvers vegna ekki bara að taka þetta alla leið? 10. Ef þú ert með einhverjar spurningar sem við höfum ekki svarað hér þá máttu endilega kíkja á þetta blogg um þær algengustu spurningar sem við fáum á borðið til okkar og sjá hvort að þú finnur ekki lausnina þar🪄 Ef ekki þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á instagram, spjallinu, Facebook eða einfaldlega hringja í okkur! Einnig mælum við með því að skrá sig á "Taubleiutjatt" eða í Cocobutts fjölskylduna - lokaða facebookhópinn okkar fyrir stuðning og hvatningu!11. Þegar þið eruð búin að tækla daginn þá gæti verið góð hugmynd að spá í næturvaktinni líka✨💤 Hér finnur þú gott blogg um næturbleyjur. Til þess að einfalda næturkaupin enn meira höfum við sett saman þrjá skothelda næturpakka en okkar uppáhalds og uppáhald viðskiptavina okkar er klárlega ullarnæturpakkinn t.d vegna loftunareiginleika og hvað hann dregur úr þvotti. Annars elskum við líka Little Lamb og Alva Baby næturpakkana💙Þetta eru ráðin og skrefin sem munu koma þér af stað. Allar aðrar upplýsingar eru í raun aukatriði sem þú þarft ekki að spá í nema að þú raunverulega vilt það! Mundu að taubleyjulífið er ferðalag sem vert er að taka fyrir þig, fjölskylduna og umhverfið allt. Gangi þér vel og ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna! Við erum saman í þessu💖 Láttu vita hvernig gengur, við elskum að heyra frá þér og fjölskyldunni þinni!
Einföld þvottarútína fyrir taubleyjur - til viðmiðunar

Þvottarútína fyrir taubleyjur – lykillinn að velgengni í taubleyjulífinu

 Rétt þvottarútína er einn mikilvægasti þátturinn í að halda taubleyjunum þínum í topp standi, og hún tryggir að bleyjurnar haldist hreinar, lyktarlausar og endist sem lengst. Þó að það sé engin ein uppskrift sem hentar öllum, þar sem fjölskyldur hafa mismunandi þvottavélar, börn og þarfir, þá er alltaf hægt að byrja á grunnrútínu og aðlaga hana eftir þörfum.   Við höfum sett saman tillögu að góðum upphafspunkti fyrir þvottarútínu. Ef hún hentar þér fullkomlega, þá ertu á réttri leið! Ef ekki, er auðvelt að breyta rútínunni eftir þínum þörfum – oftast þarf bara að skoða skolunina eða þvottaefnið.   Ef þú lendir í vandræðum með þvottinn, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Við erum hér til að hjálpa þér að sigla í höfn!   Athugið: Tillögur að þvottaefnum má finna neðst í þessu bloggi.   Sjá einnig:Þvottarútína fyrir ullarbleyjur má finna hérÞvottarútína fyrir tíðavörur má finna hérÞvottarútína fyrir þjálfunarnærbuxur má finna hér   Geymsla notaðra bleyja Notaðar bleyjur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með Pail liner, en það er einnig í lagi að nota bala eða vask sem tryggir gott loftflæði. Pro tip: Gættu þess að geyma bleyjurnar þurrar – geymsla í vatni getur skemmt bleyjurnar og teygjurnar.   Ef bleyja verður fyrir kúki, skaltu skola hana að kvöldi eða strax. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að skola bleyjur sem aðeins hafa verið pissað í – þær má geyma fram að þvottadegi.   Þvottarútína Við mælum heilshugar með að nota þrjá aðskilda þvottahringi (nýtt prógramm í hvert skipti), því flestar vélar skipta ekki um vatn milli hringja innan sama prógramms, sem getur valdið því að þvotturinn verði ekki nægilega hreinn.   Klassískur taubleyjuþvottur Fyrsti hringur: Kalt skol án þvottaefnis (Rinse + Spin). Annar hringur: Langur hringur á 60°C með þvottaefni (minnst 2 klst). Þriðji hringur: Kalt skol án þvottaefnis.    Ofnæmisstilling Ef þvottavélin þín er með ofnæmisstillingu sem þrífur við 60-63°C í 2,5-4 klst og skiptir um vatn á milli hringja, geturðu sleppt síðasta skolinu í lokin.   Pro tip: Eftir þvott er gott að þreifa á bleyjunum og lykta af þeim. Ef þær lykta ekki af þvottaefni eða súru ætti allt að vera í lagi. Ef þvotturinn er ekki alveg rétt skolaður, getur verið gott að setja þær í annan „Rinse + Spin“.   Þurrkun Við mælum með að þurrka bleyjurnar í lofti. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hita stillingu fyrir innleggin. Pro tip: Settu aldrei skeljar eða vasar í þurrkara þar sem hitinn getur eyðilagt teygjurnar og ytra efnið.   Algengar spurningar og svör   Hvaða þvottaefni ætti ég að nota?Á Íslandi eru til margir möguleikar þegar kemur að þvottaefnum. Þumalputtareglan er sú að nota þvottaefni sem inniheldur ekki of mikla sápu eða ensím, þar sem þau geta skaðað bleyjurnar með tímanum. Smkv könnun (2013) innan Taubleiusamfélagsins á Íslandi voru eftirfarandi vörur vinsælastar: Neutral, Nappy Lover frá Nimble, og Milt fyrir Barnið. Aðrar vinsælar vörur eru Balja, Fairy Non Bio og Biotex.   Má ég þvo eitthvað fleira með bleyjunum?Já! Sérstaklega ef þú átt ekki nægar bleyjur til að fylla vélina 4/5. Margir bæta minni hlutum í vélina eftir fyrsta skol (án þvottaefnis). Þetta sparar vatn og hjálpar til ef þú ert með litla þvottavél.Pro tip: Þjálfunarnærbuxur og fjölnota tíðavörur eru frábærar til að þvo með bleyjunum.   Má ég nota mýkingarefni?Nei, mýkingarefni skemma bleyjurnar og draga úr virkni þeirra.   Hversu oft þarf ég að þvo bleyjurnar?Þetta fer eftir því hversu margar bleyjur þú átt og hversu oft þú hefur tíma til að þvo og þurrka. Sumir þvo daglega, aðrir annan hvern dag. Mikilvægast er að geyma ekki bleyjurnar of lengi án loftflæðis, þar sem það getur valdið myglu og vondri lykt.   Ályktun Það getur tekið tíma að finna hina fullkomnu þvottarútínu, en með réttri geymslu, þvotti og þurrkun munu taubleyjurnar endast lengi og halda barninu þínu hreinu og þurru. Ef þú lendir í vandræðum með bleyjuþvottinn, skaltu ekki hika við að leita ráða, hvort sem er hjá okkur eða í netspjallhópum á Facebook eins og „Þvottaráð fyrir taubleyjur.“   Sjá einnig: Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar
blogg um taubleyjur á ferðalögum

Tau á ferðalögum

Hér eru nokkrir góðir punktar sem þið getið fylgt til þess að eiga farsælt ævintýri með taubleyjum. Góða ferð!
Afhverju ættir þú að nota fjölnota blautþurrkur?

Afhverju ættir þú að nota fjölnota blautþurrkur?

Margir sem byrja í taubleyjum átta sig oft ekki á því að fjölnota þurrkur eru líka partur af taubleyjuferðalaginu. Flestir nota einnota þurrkur eða grisjur til þrífa börnin sín milli bleyjuskipta. Hér a eftir förum við yfir það afhverju fjölnota þurrkur eru einfaldlega betri og afhverju þú ættir í það minnsta að íhuga að skipta! Einnota þurrkur innihalda kemísk efni sem að valda ertingu og jafnvel ofnæmi. Einnig eru í þeim plastefni sem brotna ekki niður náttúrulega og safnast því fyrir og valda skaða á náttúrunni, menga sjóinn og stífla lagnir. Það er sem betur fer alltaf verið að reyna að betrumbæta og fyrir þá sem að vilja halda sig við einnota þurrkur þá er mælt sem umhverfisvænum einnota þurrkum á borð við water wipes. Það virðist samt vera svo að kostnaðurinn við einnota þurrkur sé ekki svo mikill, eða hvað? Reiknum eitt dæmi saman áður en við höldum áfram. Þó þú myndir kaupa dýrustu þurrkurnar hjá okkur þá væriru samt að spara... Ef við tölum aðeins um umhverfið þá notar hvert barn yfir 18.000 einnota þurrkur yfir bleyjutímabilið sem varir að jafnaði í 2,5 ár og jafnvel lengur. Það þýðir að á Íslandi fara yfir 29 milljónir þurrka í urðun miðað við að 4000 börn fæðast á ári fyrir hvern árgang. Segjum að þrír árgangar séu í bleyjum að jafnaði í einu og það þýðir að yfir 88 milljónir einnota þurrka sem fara í urðun á ári hverju... bara á Íslandi. Þar höfum við það... En hvað þarf margar fjölnota þurrkur? Við mælum með að eiga a.m.k. 30 fjölnota þurrkur ef þú ert full time í taubleyjum. Fyrir utan það þá endast þurrkurnar ótrúlega vel og þú getur notað þær í svo margt annað en að þurrka litlum bossa. Förum yfir það nánar hér á eftir. Fjölnota þurrkur kosta meira en einnota til þess að byrja með. Sem dæmi má nefna 10 stk af bambus þurrkum frá little lamb kosta 3.690 kr en það er fljótt að borga sig þar sem að þú getur notað þær eins oft og þú vilt! Þegar þær verða óheinar þá skellir þú þeim bara í þvottavél og þær verða sem nýjar! Þú getur meira að segja fjárfest í netaþvottapoka ef þú ert hrædd/ur við að sneta óhreinar þurrkur. Þú setur þær í pokan eftir notkun og lætur svo pokann með öllu í þvottavél. Einfalt og þægilegt! Þú munt ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að barnið þitt fái ofnæmi þar sem að fjölnota þurrkur eru úr náttúrulegum efni og innihalda enginn aukaefni. Þú ræður algerlega hvernig þú notar þínar þurrkur. Þú gætir t.d. notað bara vatn eða bætt við smá kókosolíu, það er algerlega undir þér komið! Fjölnota þurrkur þrífa mjög vel og yfirleitt er ein nóg í einu. Það er hægt að nota þær við bleyjuskipti en einnig til þess að þrífa andlit og hendur. Þær eru til í ýmsum efnum og þær algengustu eru bambus, bambus velúr, bómull og flannel. Það er einnig til allskonar blöndur þar á milli t.d. bambus terry sem er yfirleitt bambus-bómullarblanda. Bambus terry: Er einstaklega rakadrægt, mjúkt og teygjanlegt. Bambus terry eru mjög vinsælt efni í flatar bleyjur. Við persónulega ELSKUM þurrkur úr bambus terry vegna þessara eiginleika. Úrval Cocobutts Bambus velúr: Er úr mjúku efni og helst mjúkt með notkun. Hentar vel á viðkvæma húð og andlit.  Úrval Cocobutts Bambus: Er mjúkt í upphafi en stífnar með tímanum. Er grófari en bambus velúr og hefur ekki ósvipaða áferð og bómullarhandklæði. Grófleikinn gerir það að verkum að bambusinn þrífur betur en aðrar fínni gerðir. Er rakadrægt auk þess að vera náttúrulega bakteríudrepandi og sveppaeyðandi efni. Geymast því betur blautar en t.d. bómullar klútar. Úrval Cocobutts Bómull: Er þunnur og mjúkur en ekki jafn mjúkur og t.d. bambus velúr. Hann andar vel og er rakadrægur. Áferðin er frá því að vera eins og á þessum týpísku gasbleyjum sem maður hefur yfir öxlina þegar maður lætur barnið ropa og yfir í að vera eins og þessir yndislega mjúku nýburagallar úr lífrænni bómull. Bómull á það samt til að minnka við fyrsta þvott. Bómullarblöndur eins og t.d. bambus terry eru mjög góðar í bossaþvott því að þá færðu alla eiginleika úr báðum efnum saman í einn klút.  Flannel: Er mjúkt og andar mjög vel til þess að halda efninu þurru. Samt sem áður er efnið mjög hlýtt og jafnvel en rakadrægnara en bómull. Aukahlutir fyrir fjölnota þurrkur Við mælum með að græja þig upp ef þú elskar að hafa tilbúnar blautþurrkur innan handar hvar sem þú ert. Fyrir sum okkar dugar að bleyta þurrar þurrkur í krananum, nota sprey eða pumpu og bleyta þær jafnóðum en aðrir vilja kannski hafa þetta aðeins hátíðlegra. Við mælum með blautþurrkuboxunum okkar og litlum blautpokum til að halda þurrkunum rökum heima og á ferðinni. Ef þú hafa fjölnota blautþurrkur sem líkjast einnota þurrkum sem mest mælum við með að preppa þurrkurnar með blautþurrkumolunum okkar frá Poppets sem eru stútfullir af náttúrulegum næringarefnum fyrir viðkvæma húð og algerlega lausir við skaðleg eiturefni. Rúsínan í pysluendanum er samt sú að þú munt aldrei þurfa að fara út um miðja nótt og kaupa þurrkur, því að þú munt alltaf eiga þær til! Ef þú ert alveg sjúklega pepp fyrir þessu þá mælum við með þessu myndbandi hér fyrir neðan til að koma þér í gírinn! View this post on Instagram A post shared by Cocobutts Taubleyjur♻️ (@cocobutts.is)   Úrval Cocobutts á aukahlutum fyrir fjölnota þurrkur
Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína

Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína

Með tímanum safnast fyrir ryk, sandur og þvottaefni í þvottavélinni. Því er góð þumalputtaregla að djúphreinsa þvottavélina endrum og eins. Við mælum með að það sé gert á 1-2ja mánaða fresti og sérstaklega þegar slæm lykt gerir vart við sig í taubleyjunum eða útbrot fara að birtast á barninu.  Svona djúphreinsar þú þvottavélina í fjórum einföldum skrefum 1. Þrífðu tomluna með tusku auk þess að þurrka úr gúmmíhringnum framan á vélinni og inn á milli. Gott er að nota blöndu af ediki og sítrónusafa blandað í vatn til að drepa bakteríur og fá betri lykt. Þú getur nýtt tækifærið og þurrkað af vélinni líka ;) 2. Losaðu þvottaefnisboxið og skolaðu það vel og settu aftur á sinn stað.  3. Tæmdu síuna og ekki gleyma að loka kyrfilega fyrir hana aftur þegar hún er orðin tóm. 4. Til eru ýmis húsráð um hvernig best sé að þvo vélina. Eitt er að þrífa hana tóma á 90 gráðum í minnst tvo tíma. Sömuleiðis er hægt að setja edik, sítrónusafa eða blöndu af hvorutveggja í duftboxið. Þessi blanda er afar áhrifarík þar sem bæði efnin eru gríðarlega öflug til djúphreinsunar. Vélin mun ilma af sítrónusafanum eftir hreinsunina. Leyfðu vélinni að að standa opinni yfir nótt svo hún fái tækifæri til að viðra sig. Sjá einnig: Einföld þvottarútína til viðmiðunar fyrir taubleyjur Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar þínar
Mismunandi kerfi taubleyja

Mismunandi kerfi taubleyja

Hér er mjög einföld útskýring á þeim kerfum sem algengastar eru á markaðnum í dag. Ef þú ert algjör byrjandi þá mælum við með því að prófa sem flest áður en þú kaupir allt safnið þitt.
Algengar spurningar og svör um taubleyjulífið

Algengar spurningar og svör

1
Afhverju þarf þrjá sér þvottahringi en ekki bara einn langann?Vegna þess að flestar vélar skipta ekki um vatn í einum hring. Fyrsti hringurinn er hugsaður til þess að skola/þrífa mestu óhreinindin úr bleyjunni. Síðan tæmir vélin sig. Næsti hringur er langi þvotturinn með 60°og þvottaefni. Þú vilt hafa hreint vatn fyrir þennan hring og þessvegna skiljum við hringina að. Þriðji hringurinn er til þess að þrífa restina af þvottaefninu úr og það myndi ekki virka eins vel ef sama vatnið yrði notað og í upphafi. Þessvegna viltu hafa sér hring.  Afhverju þarf að þrífa bleyjur 2-3 sinnum áður en ég nota þær? Þetta á sérstaklega við bleyjur með náttúrulegum efnum vegna þess að það myndast olíur náttúrulega í þeim sem þarf að fjarlægja svo að bleyjan virki. Annars eru efni almennt bara rakadrægari því oftar sem þau eru notuð - eins og við viskastykki og handklæði. Einnig viltu þrífa bleyjuna vegna þess að hún hefur farið í gegnum pökkun og geymslu áður en hún rataði til þín og þú vilt líklegast hafa hreina bleyju á barninu.Hvað á ég að gera við kúk?Kúkurinn á heima í klósettinu, en ekki í ruslinu! Hér finnur þú gott blogg um allt sem viðkemur taui og kúk.    Hvernig á ég að vera með taubleyjur á ferðinni?Góður geymslupoki með tveimur hólfum er þinn besti vinur á ferðalögum. Preppaðu pokann þinn með spreybrúsa með vatni og fjölnota þurrkum ( eða einnota þurrkum ef þú notar slíkt), skiptimottu og auka bleyjum. Rúllaðu notuðu bleyjuna og lokaðu henni, geymdu hana í pokanum og þvoðu hana þegar heim er komið. Við mælum sérstaklega með AIO bleyjum í skiptitöskuna. Hver er munurinn á innleggi og búster?Innlegg er innlegg- búster er þynnri útgáfan af því sem er hugsað sem viðbót við innleggið. Hér er mjög gott blogg um allt sem viðkemur innleggjum og búster. Hver er munurinn á vasableyjum, AI2 eða AIO kerfum?Vasableyjur eru með vasa sem þú setur innleggið þitt inní. Þessar eru með "staydray" á milli bleyju og barns. Almennt vinsælasta kerfið sem fólk notar en sumum þykir mikið verk að vera alltaf að troða innleggjum í vasa.  Ai2 eru bleyjur sem þurfa skel+ laust innlegg til þess að búa til bleyju. Ekkert staydry efni er í Ai2, þú þyrftir að kaupa auka renninga til þess að fá staydray. Hagkvæmasta leiðin til þess að nota tau og minnsti þvotturinn.AIO bleyjur eru tilbúnar eins og þær koma. Með staydry. Þær eru með föstu innleggi inní sem ekki er hægt að losa. Fljótlegar og auðveldar til notkunar en lengi að þorna. Frábærar í skiptitöskuna,  á leikskólann eða fyrir makann sem nennir ekki taui. Hér finnur þú mun ítarlegra blogg um mismunandi kerfi bleyja. Má ég sturta hríspappír í klósettið?Stutta svarið er nei, þeir geta stíflað klósettið þitt. Má ég þvo á 60° þrátt fyrir að það segir að ég megi bara þvo á 40°?Stutta svarið er já. Allt lægra en 60°er ekki nóg til þess að drepa bakteríur. Hjálp, bleyjunar mínar lykta íllaVið höfum öll verið þarna á einhverjum tímapunkti! Hér er blogg um hvað þú getur gert og afhverju þetta gerist. Taka leikskólar við taubleyjum?Þeir gera það flestir, já. Hér er blogg um hvernig á að hagræða taubleyjum með leikskólanum þínum og hvernig á að undirbúa það. Hvað þarf ég margar bleyjur?Við mælum með 16-20stk, það gefur þér svigrúm til þess að þvo á hverjum degi. Þú þarft fleiri ef þú getur ekki þvegið svo oft en við mælum ekki með færri en amk 16. Hver er munurinn á nýburableyjum og "venjulegum" bleyjum og þarf ég þær? Hvað ef bleyjur eru merktar "one size"?Nýburableyjur eru yfirleitt hannaðar fyrir börn frá 2-4 kg. Ef þú ert handviss um að þig langi að nota tau frá byrjun og villt tryggja bestu "mátunina" þá mælum við með nýburableyjum. Við mælum sérstaklega með þeim ef þú ætlar að eignast fleiri en eitt barn. Síðan er mjög auðvelt að selja þær aftur því eftirspurnin eftir notuðum nýburableyjum er mikil. Þú þarft um 30 nýburableyjur en við vitum að þetta getur verið mjög kostnarsamt. Okkar lausn er að leigja hjá okkur nýburaleiguna, þannig getur þú notað tau frá upphafi á hagstæðan máta. Annars er líka hægt að finna flott úval af notuðum nýburableyjum á Facebook. Margar bleyjur eru merktar "one size" en eru yfirleitt ómögulegar fyrir börn léttari en 4 eða 5 kg. Það gæti virkað- en aldrei eins og nýburableyjur gera og þá sérstaklega ekki fyrir fyrirbura. 
Hjálp, bleyjan mín lekur!

Hjálp, bleyjan mín lekur!

Það mun gerast fyrir okkur öll á einhverjum tímapunkti að bleyjan lekur - óháð því hvort að bleyjan sé úr taui eða einnota.  Þegar kemur að taubleyjum þá er þetta yfirleitt vegna þess að bleyjan er ekki almennilega á barninu. Kíktu á þetta myndband hér til þess að sjá hvernig á að setja bleyju á barn. Ef þú ert viss um að þetta er ekki mátuninni að kenna þá annað ýmislegt sem þú getur athugað: Þarf að haga innleggjum eitthvað? Þarftu mögulega að bæta við eða kaupa önnur innlegg fyrir þitt barn? Ofurpissarar þurfa t.d mögulega auka búster í sína bleyju.  Er fatnaðurinn of þröngur? Of þröng föt geta skapað þrýstingsleka. Passaðu upp á að t.d samfellur séu nógu rúmar fyrir taubleyjur. Við seljum framlengingar fyrir samfellur hér.  Þarf barnið tíðari skipti? Við mælum með því að börn í taui fái ferska bleyju á 2-3 tíma fresti en sum börn þurfa tíðari skipti.  Er bleyjan orðin vatnsheld? Gættu þess að það sé ekki mýkingarefni í þvottaefninu sem þú notar. Bossakrem með Zinc gera taubleyjur einnig vatnsheldar.  Er uppsafnað þvottaefni í innleggjunum? Sumir foreldrar gæta þess ekki að setja auka skol eftir aðalþvottin. Þetta getur valdið því að það þvottaefni safnist í innleggjunum yfir einhvern tíma og "fyllast" og þau hætta að halda vökva.  Ef þér líður eins og bleyjurnar einfaldlega virka ekki lengur þá skaltu henda þeim í góða djúphreinsun og bæta svo auka skoli eftir aðalþvottinn framvegis og sjá hvort að ástandið lagast ekki. Ef ekkert af þessu virkar þá máttu alltaf heyra í okkur á samfélagsmiðlunum og við gefum þér persónulega ráðgjöf. Ert þú með fleiri ráð? Skildu þau eftir hér í kommentum!Gangi þér vel!
Mismunandi innlegg í taubleyjur

Mismunandi innlegg í taubleyjur

Til þess að njóta velgengni og sleppa við leka og annað vesen er mikilvægt að nota viðeigandi innlegg. En hvað eru góð innlegg ? Míkrófíber, bómull, bambus, kolabambus, hampur... Hvað er þetta allt saman og hvernig skiptir þetta máli? Innlegg eru rakardægi hluti taubleyjunnar og það eru til ótalmargar tegundir.  Algengast er að innleggin séu saumuð í þeirri stærð að þau passi sérstaklega vel í vasann á vasableyjum, eitt eða tvö saman. Sum innlegg eru með smellum svo hægt sé að smella þeim föstum við bleyjuskelina. Sum innlegg eru extra löng svo hægt sé að brjóta þau tvöfalt og ráða því hvar mesta rakadrægning er í bleyjunni. Önnur innlegg eru ferhyrnd eða rétthyrnd til dæmis prefolds sem eru með tveimur saumum svo hægt sé að brjóta þau saman í þrennt. Gasbleyjur og gubbuklútar eru einnig hentug sem innlegg og hægt er að brjóta þau saman á marga vegu. Innlegg má setja ofan í vasa á vasableyjum eða leggja beint ofan í skelina, við húð barnsins.* Hér munum við fara í yfir algengustu efnin í innleggjum og sýna hvaða úrval Cocobutts hefur upp á að bjóða í hverju efni fyrir sig. Auk þess förum við yfir hvernig gott er að raða þeim saman til að fá sem bestan árangur.  Mynd 1: Rakadrægni og hraðvirkni mismunandi innleggja í taubleyjur Algengustu tegundir efna: Bambus Er mjög vinsæl innleggjategund og ekki af ástæðulausu, bambus innlegg eru mjög rakadræg og halda vel vætu. Algengt er að innlegg úr bambus, bambus terry eða bambus og míkrófíber blöndu fylgi vasableyjum í dag. Þetta innlegg má liggja upp við húð barnsins og eru því afar vinsæl í bæði vasableyjur og Ai2 skeljum. Yfir heildina litið er bambus mjög umhverfisvæn auðlind. Hann er endurnýtanlegur og vex mjög hratt, hann hreinsar loftið, er harðger og endingargóður. Þar að auki er bambus endurvinnanlegur og niðurbrjótanlegur og lítið fellur til við framleiðslu hans. Ókostur við bambusinn er að ræktun hans hefur hvatt suma bændur til einræktunar sem ýtir undir eyðingu skóga og truflun á vistkerfum sem er ekki sjálfbært fyrir umhverfið til lengri tíma litið.  Kostir Mjög mjúk Geta verið í nettara lagi Halda miklum vökva Ókostir Taka frekar hægt við vökva Lengur að þorna Úrval Cocobutts   Hampur Stór kostur við þessa tegund er hversu umhverfisvænt það er að rækta og vinna hampinn. Þetta er einnig rakadrægasta innleggið en jafnframt það dýrasta. Stór kostur er hversu nett þessi innlegg geta verið og því auðvelt að bæta þeim við í bleyjuna sem búster. Við mælum með því að fjárfesta í nokkrum góðum hamp innleggjum/bústerum. Þetta innlegg má liggja upp við húð barnsins. Kostir  Taka við MJÖG miklum vökva Mjög nett Umhverfisvæn í framleiðslu  Ókostir  Dýr Geta verið “hörð” viðkomu eftir þvott og þurrk ef ekki sett í þurrkara Lengi að þorna Draga hægt í sig vökva Úrval Cocobutts Bómull Gamli klassíski bómullinn hefur þjónustað foreldrum bleyjubarna frá upphafi. Bómull er oft blönduð við bambus eða hamp til að fá það besta úr úr innlegginu. Bómullinn er hægt að finna allstaðar. Til dæmis má fá gasbleyjur (gubbuklúta) í rúmfaralagernum og flestum matvöruverslunum. Einnig eru til margar útgáfur sem sérstaklega eru gerðar fyrir taubleyjur eins og „prefold“, þá er búið að sauma efnið saman svo mesta þykktin sé í miðjunni og hægt að bróta innleggið saman auðveldlega á þann hátt sem best hentar barninu. Þetta innlegg má liggja upp við húð barnsins. Kostir Frekar ódýrt Tekur frekar hratt við vökva Margar útgáfur til, s.s. Prefold, trifold, gasbleyjur og innlegg Hægt að finna hvar sem er  Ókostir Geta verið plássfrek Halda ekkert mjög miklum vökva Úrval Cocobutts Mikrófíber Er gerviefni (polyester). Þessi tegund má alls ekki liggja upp við húð barnsins, getur valdið þurrk og útbrotum. Þetta er langódýrasta innleggið og mjög algengt er að eitt míkrófíber innlegg fylgi ódýrari vasableyjum. Kostur við Míkrófíber er að hann dregur vökva hratt í sig en hann heldur ekki miklum vökva. Míkrófíber innlegg dugar sjaldnast eitt og sér, oftast þarf að bæta við innleggi úr öðru efni eins og t.d. úr bómull eða bambus. Kostir ódýrt Tekur hratt við vökva Þornar hratt Ókostir  Halda ekki miklum vökva Gjörn á að valda leka ef á þau er þrýst (bílstóll, þröngar buxur) Gjarnari á lyktarvesen Léleg ending Losar mest af plastögnum við þvott af öllum innleggjategundunum Má alls ekki vera upp við húð barnsins Kolabambus  Ef þú sérð svart /grátt innlegg er það að öllum líkindum það sem kallast „kolabambus“. Þessi tegund var vinsæl fyrir þó nokkrum árum en vinsældir hafa farið dvínandi. Nafnið er villandi þar sem það er nánast enginn bambus í þessu efni heldur er þetta gerviefni. Innlegg úr þessu efni eru mjög mjúk og oft frekar þykk. Yfirleitt eru 2-4 mikrófíber lög að innann og kolabambuslag að utanverðu. Þetta innlegg má liggja upp við húð barnsins.  Kostir Tekur hratt við vökva Þornar frekar hratt Halda miðlungsmiklum vökva Ókostir  Gjörn á að valda leka ef á þau er þrýst (bílstóll, þröngar buxur) Mjög plássfrek Hvað set ég í bleyjuna? Þegar vasableyjan er undirbúin þarf að taka mið af því hvernig „pissari“ barnið er. Þetta getur tekið tíma að finna útúr og getur breyst með aldri barnsins. Það sem hentar 4 mánaða gömlu barni hentar eflaust ekki þegar barnið er orðið 1. árs. Góð leið til að byrja er að setja saman eitt míkrófíber innlegg (ofan) og eitt bambus innlegg (undir). Þá dregur míkrófíber innleggið vætuna í sig hratt og bambus innleggið tekur svo við vætunni hægar en heldur mun meira magni. Þetta er sérstaklega gott fyrir þau börn sem pissa mikið og hratt í einu. Sum börn pissa lítið í einu og oftar. Þeim börnum gæti hentað betur að hafa tvö bambus innlegg eða eitt innlegg úr bambus og annað úr hampi. Það sem skiptir mestu máli er að prufa sig áfram og eiga innlegg og bústera úr góðum efnum.  En hver er munurinn á innleggi og búster? Í raun enginn, þetta er sami hluturinn en oftast eru innlegg stærri og passa í vasableyjur en bústera minni eða þynnri og eiga þá að gefa bara örlítið meiri rakadrægni.  Ef þér finnst eins og bleyjan dugi næstum því alveg, að það vanti bara hálftíma uppá, þá er nóg að setja einn góðann búster í bleyjuna. Það er oft betra val heldur enn að troða öðru innleggi í vasann því þá yrði bleyjan svo stór um sig fyrir barnið. Sniðugt er að prófa sig áfram með þunn innlegg og bústera, brjóta þá saman í tvennt eða þrennt og setja á “álagsstaði” - að framanverðu fyrir drengi og fyrir miðju hjá stúlkum. Það er mjög oft sem eitt innlegg ásamt góðum samanbrotnum búster á réttum stað getur gert mikið og verið þægilegt fyrir barnið. Úrval Cocobutts   Lekar - hvað get ég gert ?  Stundum leka bleyjurnar. Þá þarf að komast að því hvað er að. Stundum eru það lélégar teygjur eða að bleyjan sé ekki rétt sett á. En ef það tvennt er í lagi þarf að skoða innleggin. Of mikið af innleggjum/ of troðin bleyja getur valdið þrýstingsleka. Stundum eru innleggin alveg gegnsósa eftir stuttann tíma. Þá er gott að endurskoða innleggin, t.d. skipta út míkrófíber fyrir bambus eða hamp, það bæði eykur rakadrægni og minnkar umfang bleyjunnar.  Einnig má hafa í huga að þarfir barna breytast, þau ganga í gegnum þroskaskeið. Til dæmis í kringum 5 mánaða aldurinn fer barnið að pissa meira í einu, oftar og á sama tíma eykst hreyfiþroskinn. Það er yfirleitt á þessum tíma sem taubleyjuforeldrar byrja að lenda í vandræðum ...akkúrat þegar þvottarútínan var orðin góð, allar bleyjurnar farnar að passa svo vel og þetta var byrjað að verða einfalt! Týpískt! Góð innlegg, sett saman á réttann hátt og góðir bústerar geta lagað þetta vesen.   Gangi ykkur vel!
Haltu bleyjunum þínum í topp standi með þessum ráðum

Haltu bleyjunum þínum í topp standi með þessum ráðum

Góð taubleyja ætti að duga yfir 2-3 bleyjutímabil - það eru hátt upp í 10 ár!  En fyrir utan að vera með góða þvottarútínu, hvað þýðir að „hugsa vel um bleyjurnar“?. Hér eru nokkur ráð sem ættu að hjálpa ykkur að fullnýta endingartíma bleyjunnar og stuðla að hamingju hennar í heilan áratug!   1. Hengdu þær upp í stað þess að setja þær í þurrkara Það má þurrka innlegg á lágum hita en reyndu þó frekar að leggja þær á ofn eða á snúru. Það fer betur með þær. Skeljar og vasar þurfa ekki að fara í þurrkara.  2. Notaðu þvottanet Innlegg úr náttúrulegum efnum þrífast betur í þvottaneti sem verndar þau frá öðrum hlutum í vélinni. Pokinn getur einnig komið í veg fyrir slit og að göt myndist á bleyjunni.  3. Settu þær í sólbað þegar veður leyfir Sólin gerir kraftaverk fyrir bletti og er frábær náttúruleg leið til þess að gera þær hvítar aftur.4. Ekki nota mýkingarefni eða þvottaefni með ensýmum Mýkingarefni gera bleyjur vatnsheldar. Ensým eru efni sem eiga að „bústa“ frammistöðu þvottaefnisins fyrir almennan þvott en það getur verið of mikið fyrir taubleyjur. Ef þú vilt „bústa“ þvottaefnið þitt þá er til sölu taubleyjuvænt þvottabúst sem við mælum heilshugar með fyrir taubleyjur.  5. Haltu djúphreinsun í lágmarki Það er rosalegt álag á alla hluta bleyjunnar að fara í gegnum djúphreinsun. Við vitum þó að stundum sé nauðsynlegt að gera djúphreinsun en reyndu frekar að hafa þvottarútínuna í lagi og djúphreinsanir í sögulegu lágmarki. Við mælum aftur með taubleyjuvæna þvottabústinu í þvottahringinn þinn til þess að viðhalda góðri þvottarútinu. Þú getur lesið þig til um djúphreinsun hér.  6. Ekki gleyma að loka riflásnum! Ef þú gleymir að loka flipunum geta þeir krækst í annað í vélinni og rifið aðrar bleyjur. 7. Þegar þú opnar smellur,  opnaðu þá smelluna sjálfa en ekki rífa í bleyjuna (ytra lagið). Við höfum séð foreldra rífa bleyjur af börnum án þess að opna frá smellunum sjálfum.  Þetta getur myndað göt og jafnvel rifið smellurnar úr stað. Endilega bentu á þetta sérstaklega þegar barnið fer í pössun eða á leikskóla. 8. Skolaðu þær á hverjum degi til að koma í veg fyrir lykt og sýruuppsöfnun Sýrur geta verið sterkar í úrgangi. Reyndu að skola það mesta úr bleyjunum á hverjum degi áður þú geymir þær. Sýrur geta myndað bletti og jafnvel myndað göt. 9. Ekki geyma þær í vatni Lengi hefur verið mýta að það sé í lagi að geyma bleyjur í íláti með vatni.  Við mælum gegn þessu því þetta hefur áhrif á teygjur og skeljar til lengri tíma.  Betra er að skola bleyjuna vel og geyma þær á þurrum stað með opnu loftflæði. 9. Notaðu lænera – sérstaklega ef þú þarft að nota krem með zinci Það er almennt vitað að Zinc gerir bleyjur vatnsheldar og getur farið illa með þær. Stundum er  þó ekkert annað í stöðunni en að nota Zinc og í þeim tilfellum eru einnota lænerar snilld! Settu eitt blað af læner í bleyjuna og hentu honum síðan eftir notkun. Þetta skapar vörn á milli bleyjunnar og kremsins. ATH að aldrei má sturta lænerum í klósettið því þeir geta stíflað klósettið. Hentu þeim í ruslatunnuna.
Hvernig á að setja taubleyju á barn - myndband

Hvernig á að setja taubleyjur á barn | Kennslumyndband

Stutt kennslumyndband þar sem Kolbrún fer yfir hvernig á að setja taubleyju á barn
Taubleyjur í leikskólann

Taubleyjur í leikskólann

Það er svo spennandi að byrja í leikskólanum!Ásamt öðrum mikilvægum undirbúningi þurfa taubleyjuforeldrar að huga að bleyjunum og spyrja gjarnan hvernig best sé að hátta þessu þannig að fyrirkomulagið virki sem best fyrir alla aðila.   Eru leikskólar og dagmömmur hlynnt taubleyjum yfir höfuð? Þróunin í átt að taui er óumflýjanleg. Að neita taubleyjum er hugsunarháttur sem á heima í fortíðinni. Þetta er ekki spurning um hvort að allir leikskólar og dagforeldrar taka við taui heldur hvenær.   Flestir leikskólar eiga ekki í neinum vandræðum með taubleyjur á meðan aðrir eru enn að mikla handtökin fyrir sér. Okkar skoðun er sú að ef við sem foreldrar kjósum heilbrigðari, ódýrari og umhverfisvænni lífsstíl fyrir börnin okkar þá þarf að virða þá ákvörðun.  En jú, þetta krefst smá auka undirbúnings af hálfu foreldris – undirbúnings sem við erum klárlega í stakk búin til þess að tækla!  Þetta snýst allt um samvinnu, vilja, skipulag og upplýsingaflæði.  Í raun er þetta líka gríðalegur ávinningur fyrir leikskóla lika því þetta minnkar sorp til muna og stuðlar að heilbrigðari kroppum.  Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað bæði foreldrum og starfsmönnum leikskólans.      Svona ferð þú að: 1. Tilkynntu að barnið þitt notar taubleyjur  Gott er að senda tölvupóst eða ræða við starfsmenn. Opnaðu fyrir umræðuna og segðu frá fyrirkomulaginu þínu.  Hvert barn er auðvitað með sínar þarfir og hafa margir foreldrar tekið á það ráð að sýna sitt fyrirkomulag og hvernig þau gera hlutina í aðlöguninni.   2. Preppaðu bleyjur  Sem dæmi höfum við séð að flestir foreldar setja fimm bleyjur í pokann og bæta síðan inn í eftir þörfum. Einnig er það flott ráð að setja einnota liner í bleyjunar ef ske kynni að barnið kúkar - það auðveldar starfsmönnum handtökin og bleyjunar koma aðeins hreinni heim. Þriðja preppið er að ganga frá bleyjunum þannig að þær eru smelltar/stilltar í þeirri stillingu sem barnið þitt notar. Þannig veit leikskólinn alltaf í hvaða stillingu bleyjan á að vera.    3. Útvegaðu þér meðalstóran Pul Poka með tveimur hólfum PUL pokinn er besti vinur þinn í tauinu og þetta á sérstaklega við í leikskólann. Hann heldur lykt og vætu í skefjum þannig að leikskólinn ætti aldrei að finna fyrir þeim óþægindum. Útvegaðu þér poka með tveimur hólfum - þannig er hægt að hámarka skipulagið í kringum taubleyjurnar og þær blandast ekkert saman. Eitt hólfið yrði þá fyrir hreinar bleyjur á meðan hitt er fyrir skítugt. Passaðu að taka síðan strax upp úr pokanum þegar heim er komið! Gangi ykkur vel. 
Tau og kúkur

Tau og kúkur

Ef þú ert foreldri þá eru allar líkur á því að þú kemst í námunda við barnakúk, hvort sem þú notar taubleyjur eða ekki. Þetta blogg er um hvernig á að díla við kúk.    Sama lögmál gildir með barnakúk og þinn eigin kúk : Kúkur á heima í klósettinu, en ekki í ruslinu.   1.  Ef barn er á brjósti/formúlu er nóg að skola bleyjuna. Ef barn er á fastri fæðu skaltu henda kúknum beint úr bleyjunni í klósettið og skola rest.  Það getur einnig verið hjálplegt að fjárfesta í þunnum hrís- eða bambus liner sem þú leggur í bleyjuna. Þessi pappír er gerður til þess að grípa kúkinn. Það má ekki sturta þessum pappír niður. Ef þú notar pappír skaltu henda honum í ruslið og skola rest. 2. Þú þarft að skola bleyjuna þar til að öll sjáanleg ummerki eru farin. Sumir eru með sér sprey-júnit til að skola en aðrir skola bara með sturtuhausnum í baðkarið. Einnig er hægt að nota þvottahússvaskinn. Þú ræður. 3. Hafðu bleyjuna í sérdalli/hólfi frá þeim sem ekki er búið að kúka í. Allt fer þó saman í sömu vél á þvottadegi. 4. Passaðu síðan að þvo hendur vel og spritta. Þegar kemur að þvottinum... 1. Allar bleyjur fara saman í sömu vélina. Nærri allar taubleyjuleiðbeiningar segja að bleyjan þolir ekki þrif yfir 40°en af reynslunni að dæma þá þvo flestir foreldar á 60°, sérstaklega ef það er kúkableyja. En það er að sjálfsögðu undir þér komið. Við mælum með að þvo bleyjur á 60° til þess að drepa allar bakteríur.  2. Einfalda þvottarútínu má finna í þessu bloggi hér 3. Eftir að bleyjan er orðin hrein og þurr skaltu endurtaka leikinn! En hvað ef barn kúkar á ferðinni?...   Við skiptum yfirleitt á börnum á stað þar sem hefur aðgengi að klósetti. Ef barn kúkar á ferðinni skaltu henda kúk í klósettið og loka svo bleyjunni. Skolaðu hana á undan ef þú hefur tökin á því en annars þarftu að geyma bleyjuna lokaða í PUL pokanum þínum. Ekki gleyma að taka bleyjuna úr pokanum þegar heim er komið!  Gangi þér vel.
Ég var að kaupa fyrstu taubleyjurnar mínar, hvað nú?

Ég var að kaupa fyrstu taubleyjurnar mínar, hvað nú?

Til hamingju með nýju bleyjurnar þínar! Fyrsta skref er að undirbúa þær fyrir notkun. Það þarf að væta þær/þvo til þess að koma rakadrægninni í gang. Almennt er talað um að þvo þær 2-3 sinnum áður en þær eru teknar í notkun í fyrsta sinn, en auðvitað ræður þú hvað þú gerir. Persónulega setjum við þær á langan þvott á 40°með smá þvottaefni með auka skoli. Rakadrægnin eykst síðan með hverjum þvotti. "Einn þvottur" telst gilt þegar bleyjan hefur verið þvegin og þornuð einu sinni. Þegar þú ert búin/nn að þrífa og virkja þær skaltu einfaldlega fara af stað og byrja að nota þær! Þú setur hana á barnið og geymir hana síðan í PUL-poka, íláti, baði eða bala eftir hverja notkun. Þegar þú ert komin/nn með nóg af bleyjum eða þegar þú ert búin/nn að nota þær allar þá er kominn tími á að þvo þær. Hér er innlegg um einfaldlega þvottarútinu sem þu getur notað til viðmiðunar.   Síðan er gott að hafa þrjár meginreglur í huga varðandi taubleyjur. Það fyrsta er að microfiber innlegg má aldrei liggja upp við húð barns. Þetta er vegna þess að microfiber er öflugt efni og dregur mikinn vökva í sig hratt. Þetta getur þurrkað húð barnsins. Því skal alltaf passa að hafa alltaf eitthvað á milli innleggsins og húð barnsins eins og til dæmis flísrenning eða liner.    Annað er að ef þú notar bossakrem þá má ekki vera zinc í því. Zinc gerir bleyjuna vatnshelda og vinnur gegn tilgangi hennar.    Í taui þarf að skipta oftar. Þetta er vegna þess að í taubleyjum eru ekki sömu kemísku eiturefnin og í einnota bleyjunum sem gerir þeim kleift að halda vætu í langann tíma. Gott er að skipta á barni á 2-3 tíma fresti eða eftir þörfum. Þau finna líka meira fyrir vætunni og geta orðið óróleg þegar það er komið að skiptum.  Á móti kemur að börn í taui eru gjarnan styttra á bleyju vegna þess að þau tengja vætu við óþægindi og því auðveldara er að kenna þeim á kopp.   Loks er að muna að leki er partur af taunotkun. Það skiptir ekki máli hvaða týpur eða merki þú kaupir - allir taubleyjuforeldrar fara í gegnum einhvern leka á einhverjum tímapunkti. Ekki örvænta því um leið og þú ert búin/nn að fatta hvað gerðist þá er þetta ekkert mál. Kíktu á tjékklistann okkar hér ef þú lendir í leka og veist ekki afhverju. Gangi þér vel og ekki gleyma að ef þig vantar meiri ráðgjöf þá er ekkert mál að bóka síma eða zoom ráðgjöf hjá einum af sérfræðingunum okkar þér að kostnaðalausu! 
Að velja tau fyrir nóttina

Að velja tau fyrir nóttina

  Það er mikið spurt um næturbleyjur á miðlunum okkar. Okkar fyrsta ráð er alltaf það sama: prófaðu þig áfram þar til að þú ert búin/nn að finna kerfi sem virkar fyrir þig. Það sem virkar fyrir eina fjölskyldu getur algjörlega floppað fyrir aðra en blessunalega þá eru margir valmöguleikar í boði svo ekki örvænta! Þitt fullkomna nætursystem er þarna úti.   Mörgum finnst skrítið að skipta ekki um bleyju á nóttunni. Á meðan þú ert með nýbura eða ert í grjótföstum vana að skipta á nóttunni þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af sérstöku nætursystemi. En ef þú vilt komast í gegnum nóttina án þess að þurfa að skipta þá þarftu að huga betur að rakadrægninni. Langflestir foreldrar nota svokallað „fitted“bleyju með skel (tveggja parta system) vegna þess að þær eru rakadrægastar. Þær eru þó meiri um sig og því yfirleitt ekki notaðar yfir daginn.   Hér er stutt yfirlit yfir þau kerfi sem við vitum af og seljum. Það getur verið fínt að velja eitt til þess að byrja með og vinna sig áfram út frá því.   Pro Tip: Það er EKKERT sem segir að það megi ekki mixa merkjum þegar kemur að innleggjum og skeljum. Ekki vera feimin við að púsla merkjum þannig að kerfið virkar sem best fyrir fjölskylduna þína. Það má nota "dagsbleyjur" -þú preppar þær bara betur/öðruvísi. Kerfið þarf ekki að heita „nætursystem“ til þess að standast næturvaktina. Fitted + skeljar frá Little Lamb Fitted bleyjurnar + skeljar frá Little Lamb er þægilegt kerfi sem ætti að tryggja ykkur leka-fría nótt í allt að 12 tíma. Þetta tveggja – parta kerfi virkar þannig að þú setur fyrst fitted bleyjuna á barnið (þyrsti parturinn) og síðan skelina yfir (vatnsheldi parturinn).    Pro-tip : Ef barnið þitt finnur fyrir vætu þá er gott ráð að setja flísrenning í bleyjuna. Það ætti að koma í veg fyrir vætutilfinningu. Einnig getur þú sett auka hemp búster í bleyjuna fyrir auka rakadrægni.    Fitted bleyja með ullarbuxum frá Disana Fitted bleyja undir Disana ullarbuxur er klárlega vinsælasta leiðin sem viðskiptavinir okkar taka. Ullarbuxurnar anda vel, hreinsa sig sjálfar og bjóða upp á skothelda lekavörn. Það má síðan klárlega bústa fitted bleyjuna ef þess þarf. Við seljum þetta system á góðum afslætti hér Pro tip: Það er fínt að eiga einn hemp búster yfir höfuð. Hann gefur öfluga rakadrægni án þess að bleyjan verði of fyrirferðamikil. La Petite Ourse AIO bleyja La Petite Ourse bleyjurnar koma með tvöföldum saumi hjá lærum sem ætti klárlega að tryggja leka. Við mælum með þessum fyrir börn sem eru ekki að pissa mikið á nóttunni. Ef það vantar aðeins upp á rakadrægnina þá er hægt að nota bústerinn sem fylgir bleyjunni, annars er áfasta innleggið mjög öflugt. Við byrjuðum ekki að selja þessar bleyjur sem næturbleyjur heldur voru það viðskiptavinir okkar sem kenndu okkur þessa staðreynd og við verðum að mæla með!   Pro tip : Ef barninu þínu finnst gott að sofa á maganum eða ef þú ert að upplifa að það leki upp eftir maganum þá er gott að brjóta saman þunnu innleggi að framan fyrir extra þéttni og rakadrægni. Að lokum : Það er mikilvægt að samfestingurinn eða náttgallinn er ekki of þröngur því það getur bæði valdið óþægindum og leka. Við seljum framlengingar ef þú þarft auka rými á samfelluna þína, þú getur nálgast þá hér. Gangi þér vel og góða nótt!
Að kaupa notaðar bleyjur - hvað þarf að skoða?

Að kaupa notaðar bleyjur - hvað þarf að skoða?

Eitt það besta við taubleyjur er að þú getur keypt þær notaðar. Við hvetjum foreldra til þess að nýta sér þennan valmöguleika því þetta bæði sparar pening og er betra fyrir umhverfið. En auðvitað fylgir ákveðin 'áhætta' þegar við kaupum notaða hluti. Taubleyjur endast mjög lengi þegar hugsað er vel um þær - en þó ekki að eilífu. PUL þynnist, innlegg og ytri lög fá göt og teygjur slakna með tímanum. Það kemur alltaf sá tími á endanum þar sem við þurfum að sleppa tökunum á vörunni sem bleyju og gefa henni nýjan tilgang. Í þessu bloggi deilum við með ykkur hvað skal hafa í huga þegar þið eruð að skoða notaðar vasableyjur, aio, skeljar og fitted bleyjur.   Fáðu alltaf að skoða bleyjuna áður en þú borgar fyrir hana.  Þetta á sérstaklega við ef þú kaupir í gegnum Facebook. Myndir segja þúsund orð - en stundum er það ekki nóg til þess að vita nákvæmlega um ástand vörunnar.   Þegar þú ert komin með bleyjuna í hendurnar þá skaltu skoða eftirfarandi: 1) Teygjur. Eru þær enn stífar og þokkalegar um lærin? Hvað með að aftan þar sem maður setur innleggið í? Þegar þú togar í teygjuna þá á hún að skjótast til baka - ef þú togar í hana og hún fellur bara til hliðanna þá er bleyjan ekki í góðu standi.   2) PUL (vatnshelda ytri skelin). Gott PUL er vatnshelt en andar líka. Ónýtt PUL missir vatnsheldnina og lekur í gegn. Þetta finnst með áferðinni : Það ætti að vera hálfgerð plastáferð á því að innan. Þetta sama plast á heldur ekki að vera að byrja að skilja sig frá bleyjunni. Ef bleyjan er mjög mjúk (næstum eins og silki) að utan þá er PUL-ið líklegast ónýtt.   4) Göt. Almennt viljum við ekki göt því göt stækka og það getur lekið í gegnum þau   5) Smellur. Það á að þurfa smá átak til þess að smella og losa þær. Einnig passa að smellur séu ekki að losna undan PUL-inu. Ef bleyjan þín er með riflás (velcro) þá skaltu prófa að opna og loka honum líka. Ath: Ef bleyjan er með riflás þá skaltu skoða ástand bleyjunar einstaklega vel því stundum gleyma foreldar að "loka fyrir" riflásana þegar þær eru þvegnar. Þegar þetta gerist þá festast þær gjarnan við bleyjuna sjálfa og rífa í hana.   6) Fyrir AIO bleyjur: Skoðaðu ástandið á innlegginu. Er það nokkuð tætt, snjáð eða rifið?   7) Spurðu hversu lengi og hversu mörg börn hafa notað bleyjuna. Almennt er talað um að bleyja dugir í gegnum tvö til þrjú bleyjutímabil. Allt lengra en það er orðið vafasamt þrátt fyrir að það séu til undantekningar á þessu. Einnig er fínt að vita hvernig og- hversu oft bleyjan var þvegin (annanhvern dag? einusinni í viku?) því það segir margt um ástand bleyjunnar.   8) Djúphreinsun. Spurðu seljandann hvort það sé búið að djúphreinsa bleyjurnar. Ef svo er ekki þá mælum við með að þú gerir það. Þú veist aldrei hvað bleyjurnar hafa farið í gegnum og við viljum auðvitað að hreinlætið sé upp á 10!Sjá nánar um hvernig á að djúphreinsa bleyjur hér Kostir við að kaupa notað Sparar pening. Getur prófað mismunandi týpur /gerðir /kerfi bleyja án þess að greiða of mikið fyrir það. Þú ert að endurnýta vöruna til hins ýtrasta og það er alltaf gott fyrir umhverfið.   Gallar við að kaupa notað 1. Eru oft ekki í góðu standi eða eiga lítinn líftíma eftir 2. Stundum erfitt að finna nákvæmlega það sem maður vill, notað.    Hvar get ég keypt notaðar bleyjur?   Facebook Inná Facebook er síða sem heitir 'Taubleyjutorg'. Þar eru flest allar bleyjur sem eru til sölu á Íslandi.    Loppan Hvernig fóru foreldrar að án Barnaloppunnar? Þar er hægt að finna gersemar á mjög litlu verði. Þeir sem selja í loppunni auglýsa það yfirleitt á facebook síðunni lika.   Hjá vinum og fjölskyldu Yfirleitt finnst taubleyjuforeldrum gaman að bera orðið áfram. Þekkirðu einhvern sem hefur verið í taui? Það eru miklar líkur á því að foreldrið sé til í að selja þér eitthvað af sínum bleyjum, sérstaklega ef þau eru hætt í barneignum. Gangi ykkur vel!
Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar þínar

Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar þínar

Enginn vill slæma lykt í bleyjunum sínum en við höfum öll verið þarna á einhverjum tímapunkti. Ekki örvænta kæra foreldri, dragðu djúpt andann - þú ert með þetta!   Mig langar að ítreka að taubleyjulífið er öðruvísi fyrir hvert barn og foreldri. Þú gerðir ekki endilega eitthvað rangt. Lykt er partur af leiknum.   Allir eru með öðruvísi aðferðir til þess að fyrirbyggja/vinna úr þessu alræmda vandamáli. Prófaðu þig áfram og finndu hvað virkar fyrir þínar bleyjur. Náðu tökum á vandamálinu sem fyrst ef hún er nú þegar komin hjá þér. Ef lyktin er látin vera of lengi þá getur orðið erfiðara að ná henni úr.     Hér eru nokkrir punktar sem gætu hjálpað (Punktar teknir saman af "Þvottaráð fyrir Taubleyjur" á Facebook, Cloth Diapers eftir Bailey Bowman og almennri leit á veraldarvefnum).   En fyrst....  Afhverju kemur ammóníu lykt?   Mér þykir mikilvægt að hafa ákveðna hugmynd afhverju lyktin kemur yfir höfuð. Ammóníulykt myndast þegar það er meiri úrgangur (waste) en vökvi (fluid) í pissinu. Flest börn fara í gegnum svona tímabil, sérstaklega þegar matarvenjur breytast. Passaðu að barn fær nóg af vökva yfir daginn. Sérstaklega þegar það byrjar að fá meira af fastri fæðu.     Næsta lykilatriðið er að passa að bleyjur séu ekki geymdar of lengi. Því lengur sem blautar bleyjur bíða eftir þvotti, því meiri líkur að ammónía myndast. Ef það dregst að þrífa þær - reyndu þá að hafa þær í opnu íláti eins og t.d bala. Það þarf að lofta.   En ég er með ammóníu í bleyjunum mínum- hvernig losna ég við hana?   Prófaðu nokkur aukaskol eftir þvottahringinn þinn. Ef það er ekki nóg, þá getur verið tími á djúphreinsun.   Gerðu þetta með allar bleyjur sem þú átt í einu því stundum er það bara ein bleyja sem heldur áfram að smita yfir í aðrar.   1) Þrífðu allar bleyjur eins og þú myndir gera venjulega. 2) Settu þær hreinar í baðið og láttu renna eins og heitt úr krananum og þú getur. 3) Settu þvottaefni (um 250 ml) + Eina skúbbu (um 1dl) af Vanish Oxy. Einnig má setja 1dl af washing soda en þessu má sleppa. Láttu liggja í minnst 8 klst. Gott er að hræra allt til endrum og eins. 4) Skolaðu allt saman og settu aftur í þvott en nú án þvottaefnis á 60°.   Þú ræður hvort þú viljir setja bleyjurnar í klórbað líka. Það er ekki skylda. Ef þú vilt gera það þá eru bleyjur látnar liggja í 45 mínutur í köldu vatni með klór eða rodalon (smkv "Þvottaráð fyrir taubleiur"). Þær eru síðan settar á skol og loks þvegnar aftur á 60°með þvottaefni.   Mundu að þú er öllu búin/nn til þess að takast á við hvaða lykt sem er!Gangi þér vel.  Sjá einnig: Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína Einföld þvottarútína til viðmiðunar