51 vörur
Flokka eftir:
51 vörur
51 vörur
Flokka eftir:
Nýburaskeljarnar frá Elskbar einfalda upphaf fjölskyldunnar í taubleyjum. Kostirnir eru skýrir; Minni þvottur, fljótari þurrkunartími og hagkvæm lausn.
Praktískt og hagkvæmt
Skelin virkar sem vatnsheldur ytri hluti taubleyjunnar, þar sem rakadrægu innleggin eru sett innan í. Snjallræðið við skelina er að það er ekki nauðsynlegt að þvo hana eftir hver bleyjuskipti – þú getur einfaldlega strokið innan úr skelinni með rökum klút og hún er þá tilbúin aftur með nýjum rakadrægum innleggjum. Þú getur skipt um innleggið og notað skelina aftur og aftur, þar til hún verður skítug eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta gerir þessa margnota bleyjulausn bæði praktíska og mjög hagkvæma.
Hönnuð fyrir nýfætt barn
Nýbura skelin er með mjúkum tvöföldum teygjum við lærin sem þýðir tvöföld lekavörn - sem er sérstaklega góð við að halda öllu inni, jafnvel þegar kemur að þunnfljótandi hægðum sem nýburar eiga oft til. Þannig koma ekki hinar margrómuðu „kúkasprengjur“ sem annars eru algengar með einnota bleyjur á nýburastiginu. Skelin er hönnuð til að vera notuð frá 2,5 kg upp í um 6 kg og hægt er að stilla hana eftir því sem barnið stækkar með smellum á framhlið bleyjunnar. Annar kostur við skelina er stuttur þurrkunartími, þar sem hún hefur ekki innsaumað rakadrægt efni. Þetta verndar einnig skelina í þvotti, sem eykur endingu hennar verulega. Flestir foreldrar nýbura sem hafa prófað nýburableyjurnar frá Elskbar eru sammála um það að þessar bleyjur leka nánast aldrei.
Veldu innlegg sem henta þér
Nýbura skelin passar fullkomlega með nýbura innleggi frá Elskbar, sem er úr bambus, þannig að þú færð bleyju sem dregur mjög vel í sig og er mjúk við húð barnsins. Þú getur einnig valið úr ýmsum öðrum innleggjum, eins og t.d. nýburainnleiggin frá Bare and Boho sem við bjóðum upp á, preflats, prefolds og flatar bleyjur. eins og frá Pisi og Puppi. Flest innlegg sem eru ætluð nýburum passa í Nýbura skelina frá Elskbar.
Hve margar nýburaskeljar þarftu?
Hver skel má nota í um það bil þrjár bleyjuskiptingar, sem þýðir að þú ættir að hafa þrjú nýburainnlegg fyrir hverja skel. Ef þú ætlar að nota margnota bleyjur allan daginn mælum við með 8 nýburaskeljum og 24 innleggjum, svo þú hafir alltaf hreina skel og innlegg tilbúin. Nýburaleigupakkarnir okkar innihalda nánast eingöngu nýburableyjur frá Elskbar. Við mælum með að þú kynnir þér hann því það er mun hagkvæmara fyrir þig að leigja en að kaupa nýjar nýburableyjur.
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Auðveldari leiðin til þess að lanólínsera ull!
Einn moli er fullkomið magn til þess að lanólínsera ullina þína - bombaðu einum mola í volgt vatn og lausnin er tilbúin... easy peasy! Molarnir eru hreinir og einfaldir, gerðir úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og eru lausir við ilm- og litarefni. Þú getur keypt lanolínmolana frá Poppets í dollu, í áfyllingarformi og svo geturu líka skellt prufu sem er einn moli með í körfuna ef þú vilt prófa fyrst.
Afhverju?
Til þess að ullarbleyjur virki þarf að "preppa" hana fyrir fyrstu notkun og aftur eftir þörfum eftir það. Lanólín er í raun vaxið sem gerir ullina vatnshelda og þegar ullin er unnin af kindinni þá er lanólínið hreinsað burt. Því er mikilvægt að setja lanólín aftur í bleyjuna svo hún virki og það er gert með lanólí"baði".
Lanólínbað þarf aðeins að framkvæma á nokkurra mánaðar fresti eða eftir þörfum.
Hvernig?
Lestu þvottaleiðbeiningar fyrir ull hér.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Ullarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnisborða sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Eftir því sem við komumst næst eru bleyjurnar frá Pisi þær fyrstu sem bjóða upp á þennan eiginleika í ullarskeljum, en þetta hefur verið vinsælt í annars konar skeljum. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.
Ullarskelin er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Vegna þess að skelin er með efnisborða að innan, þ.e. að framan og aftanverðu, er mjög þægilegt að nota innlegg eða flat bleyjur sem rakadrægni. Ekki er þörf á flóknum brotum, bara brjóta flat bleyjuna í ferhyrningslaga form sem passar inn í skelina. Einnig hægt að nota skelina yfir preflat og fitted bleyjur.
Ef nota á skelina lengi, til dæmis yfir nótt, gæti verið sniðugt að leggja ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans). Ullarlinerinn er þá lagður í lanólín líkt og ullarskelin, en linerinn eykur talsvert við vatnsfráhrindandi eiginleika skeljarinnar.
Efni
Skelin er gerð úr tveimur lögum af ull. Innra lagið er GOTS vottuð lífræn merino ull og ytra lagið er OEKO-TEX® vottuð ull sem er ofin á þann hátt að hún er teygjanleg og býður þannig upp á að lagast betur að líkama barnsins. Mikið er lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
- Stærð 3/Large | 8-19 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina yfir næturbleyju gæti verið gott að taka frekar stærri frekar en minni stærð.
Liner úr ull
Ullarliner eða ullarrenning frá Pisi sem eykur vatnsfráhrindandi eiginleika ullarskeljarinnar.
Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Pisi og Puppi og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum. Linerinn er um 11x24 cm.
Notkun
Ullarliner frá Pisi er frábært að eiga til þess að auðvelda enn frekar notkun á ullarbleyjum.
Linerinn getur komið sér vel til dæmis:
- í byrjun þegar ný ullarskel er enn að ná upp fullum vatnsfráhrindandi eiginleikum sínum
- á nóttunni eða öðrum tímum þegar lengri tími líður milli bleyjuskipta
- ef barnið kemur til með að sitja lengi og þannig meiri líkur á þrýstingsleka
- ef ullarskelin er komin á tíma með að þurfa lanólínbað en tímasetningin hentar ekki
- til að veita ullarskelinni auka vörn gegn kúk
þá er í öllum þessum tilfellum alveg tilvalið að skella ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans) og þannig auka til muna við vatnsfráhrindandi eiginleika bleyjunnar. Muna að til þess að nýta sér þetta þarf linerinn að hafa verið settur í lanólínbað.
Þvottur
Ullarskeljar og -linera þarf mjög sjaldan að þvo. Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur milli þvotta.
Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél. Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti. Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris. Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott.
Efni
- Tvö lög af 100% ull.
- Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar.
- Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimlandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Ullarsápustykkið frá Poppets er fullkomið fyrir ull því það er milt og nærandi og eru einstaklega ríkt af olífusmjöri og lanolíni sem bæði nærir og lengir líf ullarinnar. Hentar einstaklega vel fyrir blettaþvott því nudda má sápustykkinu beint á skítugan blett.
Hreina ullarsápustykkið inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm. Stykkið er 80gr hjartalaga sápustykki fyrir ull í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður - annars getur ullin þæfst.
2. Nuddaðu sápustykkið á milli handanna þinna ofan í vatninu þangað til vatnið er orðið fallega mjólkurlitað.
3. Settu ullina ofan í lausnina.
4. Þú mátt nudda sápustykkinu beint á erfiða bletti. Skolaðu svo sápuna vel úr álagssvæðinu.
5. Láttu ullina liggja í bleyti í 30 mín.
6. Skolaðu létt og varlega.
7. Ef þú þarft að lanolísera ullarskeljar, þá myndiru hefja það ferli hér.
8. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Efni
Glycerin, Aqua, Lanolin, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Olea Europaea Fruit Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Citric Acid, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI7789
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Notkunarleiðbeiningar
Flaskan inniheldur lanolínlögur sem er tilbúin til notkunar. Þú einfaldlega spreyjar létt á ullarskelina til að halda lanolínseringunni við. Þú getur blandað þínar eigin lanolínlögur og notað brúsann áfram þegar upphaflega innihaldið klárast.
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er alveg náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi. Lanolín sprey er ekki full lanolínmeðferð.
Innihald og pakkningar
100gr af lanolín viðhaldsspeyi í speybrúsa úr áli. Áfyllanlegur ef þú vilt gera svona sprey sjálf/ur.
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Ullarskeljar eru frábær lausn fyrir foreldra sem vilja hafa barnið sitt í náttúrulegum taubleyjum frá fæðingu.
Ullarskelin er notuð yfir gasbleyju eða fitted bleyju sem veita rakadrægni á meðan skelin veitir vatnsheldni. Gasbleyjur og fitted bleyjur henta einstaklega vel fyrir nýbura vegna þess hve oft og mikið þau kúka. Skipta þarf yfirleitt bara um gas- og fitted bleyjur svo lengi sem kúkur hefur ekki farið í skelina og svo er hægt að nota skelina aftur og aftur.
Við bleyjuskipti er skipt um gas- eða fitted bleyju og ullarskelin er viðruð þangað til kemur að næstu bleyjuskiptum. Við mælum með að eiga tvær 2-3 ullarskeljar til að rótera á milli bleyjuskipta.
ATH. Þessar ullarskeljar hafa ekki SIO (snap-in-one) smellur fyrir Ai2 innlegg. En það er lítið mál fyrir okkur að bæta þeim við sé óskað eftir því.
Skoða Ullarskeljar frá Puppi með SIO
Eiginleikar
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Efni og leiðbeiningar
- Efni: 100% merino ull
- Stærðir: Nýbura (3-6,5 kg)/(6,5-14 lbs) og Mini One size (4,5 - 9,5 kg/10-21 lb)
- Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur með ullarsápu. Viðra skelina eftir hverja notkun. Sjá ullarþvottaleiðbeiningar HÉR.
- Fyrir fyrstu notkun: Setja skelina í lanólínlögur
- Vottanir: teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA
Myndbönd
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 skeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins (!).
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolini sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL.
Um merkið
Puppi er pólskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur saumað margverðlaunaðar ullarbleyjur frá árinu 2013.
Það sem gerir Puppi vörurnar einstakar er að öll efnin sem bleyjan er unnin úr eru náttúruleg og niðurbrjótanleg. Meira að segja teygjurnar eru vottaðar og unnar úr bómull og náttúrulegu gúmmíi.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Við kynnum til leiks sundbleyjurnar frá Little Lamb, fyrstu sundbleyjurnar sem við bjóðum upp á með riflás og engum smellum!
Langbestu eiginleikarnir við fjölnota sundbleyur er að þær halda kúk töluvert betur í skefjum en einnota sundbleyjur gera og þessar sundbleyjur frá Little Lamb hafa enga fítusa sem gera fjölnota sundbleyjur flóknari en einnota sundbleyjur!
Nú geturðu loksins klætt barnið þitt í sundbleyju sem virkar eins og venjuleg bréfbleyja, sem er auðvelt að setja á barnið og auðvelt að taka af. Nema þessi er fjölnota, laus við öll eiturefni, haldast vel á barninu og halda kúk í skefjum frá sundlauginni.
Fjölnota sundbleyjur hleypa vökva í gegn þannig vatnið festist ekki inn í bleyjunni og íþyngir henni. Barnið þitt sleppur við það að hafa stóra vatnsbungu hangandi aftan á bossanum.
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Lekahlífarnar frá Little Lamb eru mjúkar, þunnar, eiturefnalausar og falla vel upp að húðinni þinni.
Fjölnota lekahlífar eru algjör skyldueign fyrir mjólkandi mæður. Segðu skilið við einnota lekahlífar og fagnaðu tilkomu fjölnota lekahlífa í líf þitt. Við vitum að þær munu veita þér sálarró.
Þessar lekahlífar frá Little Lamb koma saman 5 pör í pakka. Þær eru úr tvöföldum þétt ofnum OEKO-TEX vottuðum bambus með lekavarið PUL í millilaginu. Saumarnir eru fínir og gera það að verkum að þessar lekahlífar sjást ekki utan á fötunum þínum.
Efni
- Ytra lag: Bambus
- Milli lag: Vatnsþétt PUL
- Innra lag: Bambus
- Frábær lekavörn fyrir mjólkandi mæður bæði á meðgöngu og eftir fæðingu
- Eiturefnalaus efni upp við viðkvæmar og sárar geirvörtur
- koma 11 cm og 13 cm í ummál
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Langt og mjög rakadrægt innlegg úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull og bambus, sem gerir það mjúkt og sveigjanlegt í notkun. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn en innleggið veitir mest 15 lög af hágæða rakadrægni. 'Sporðsendann' á innlegginu má staðsetja að framan eða aftan í vasableyjunni, eftir því hvar þú vilt fá mestu rakadrægnina.
Stærð
60cm lengd x 9cm breidd, víkkar í 13 cm á sporðsendanum.
Efni
Ytra lag: 100% GOTS vottuð lífræn bómull.
Innra lag: 3x 80%bambus/20%polyester.
Umhirða
Þvoið á 40 eða 60 gráðum.
Ekki nota bleikiefni eða mýkingarefni.
Látið loftþorna eða notið þurrkara á lágum hita, fjarri beinum hita.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Virkilega mjúk, falleg og nytsamleg lök sem vernda dýnuna frá vætu. Lökin eru hljóðlát og anda vel.
Það sem við elskum mest við lökin er að þau eru að mestu laus við þennan "brakandi" fýling sem almennar vatnsheldar undirbreiður eru með og draga gjarnan úr svefngæðum barna og foreldra.
Stærð 81 x 41 x 10cm
Passar m.a. á
- Moses vöggur
Þvottaleiðbeiningar
Lökin mega fara í þvott með almennum þvotti í hitastigi í allt upp að 60 gráður.
Við mælum með að hengja lökin upp til þerris en annars mega þau fara fara í þurrkara á lágum hita.
Má ekki strauja, leggja í klór eða láta liggja í bleyti til lengri tíma.
Efni
Efra lag er úr 100% lífrænni bómull með umhverfisvænu bleki fyrir mynstur.
Vatnsheldi parturinn er úr mjög þunnu PUL-i sem andar. Þræðirnir PUL-ið er þynnra en mennskt hár!
Varan er án allra skaðlegra efna.
Um Merkið
Little Human Linens er ástralskt merki sem sérhæfir sig í nauðsynjavörum fyrir foreldra og börn.
Persónulegur næturpakki - sérsniðinn að þínu barni!
Við vitum hversu mikilvægt það er að tryggja góðan nætursvefn fyrir litla ofurpissara og höfum því sett saman þetta sérsniðna kerfi fyrir þig. Ullarnæturpakkinn er að okkar mati rakadrægasta næturkerfi sem völ er á, hvort sem þú ert með ofurpissara eða barnið þitt er einfaldlega í leit að þægilegri næturlausn! Nú getur þú sett saman þinn eigin pakka með valmöguleikum sem henta best þér og barninu þínu.
Ath. þú þarft lanolín til að gera ullarskelina vatnshelda. Þú finnur lanolínvörur hér.
Af hverju ull og fitted bleyjur?
Ull er frábært efni fyrir næturbleyjur, þar sem hún býður upp á einstakt loftflæði, viðheldur réttu hitastigi og dregur í sig raka án þess að leka. Í ullarbuxum með fitted bleyjum fær barnið þitt þægindi og þurrk í allt að 12 klukkustundir, sem er algjört lykilatriði fyrir góðan nætursvefn.
Svona virkar pakkinn:
- Veldu ullarbuxur
Byrjaðu á að velja ullarbuxur frá Disana í þeirri stærð sem barnið þitt er í eða er að fara að vaxa í. Stærð fyrir ofan núverandi hentar vel og dugar lengur. Þú getur einnig valið litinn sem þú vilt, eða við veljum fallegan lit fyrir þig ef ekkert er tekið fram.
-
Veldu 2-4 fitted bleyjur
Þú getur valið blöndu af AWJ næturbleyjum frá Alva Baby og frá Little Lamb. Hvort sem þú kýst gráan eða hvítan saum frá Alva Baby eða bambus bleyjurnar frá Little Lamb, þá er auðvelt að sérsníða pakkann þinn.
Nánar um vörurnar í pakkanum:
Ullarbuxur frá Disana
Þessar pull-up ullarbuxur úr 100% lífrænni merino ull bjóða upp á fullkomna vatnshelda „skel“ yfir bleyjusvæði barnsins. Þær eru teygjanlegar, anda vel og halda hita jafnvel þegar þær blotna.
AWJ Fitted næturbleyjur frá Alva Baby
Bleyjur með innsaumuðum 3ja laga bambusinnleggjum sem eru mjög rakadræg og henta sérstaklega vel ofurpissurum. Þær eru stay-dry, svo barnið þitt finnur ekki fyrir vætu næst húðinni.
Fitted bleyjur frá Little Lamb
Rakadrægar bambus/viscose bleyjur sem bjóða upp á valmöguleika fyrir meiri þurrk og lengri notkunartíma.
Ullin – Náttúruleg snilld
Ull hrindir frá sér bakteríum og þarf sjaldan að þvo. Hún dregur í sig raka án þess að leka og tryggir að börn hvorki svitni né verði köld, jafnvel þótt bleyjan sé blaut.
Hámarkaðu svefninn – Þægilegt fyrir barnið, auðvelt fyrir þig!
Flísrenningar eða fjölnota renningar frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætu þannig að barnið finnur síður fyrir henni. Stundaglaslaga flísrenningar aðlaga sig vel að taubleyjum og gefa hámarks vörn gegn vætu.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Haltu barninu þínu þurru í 12+ tíma með einföldu riflásarkerfi. Næturkerfið frá Little Lamb er rakadrægt, dúnmjúkt og mjög einfalt til notkunar.
Afhverju næturbleyjur?
Börn eru yfirleitt lengur í næturbleyjunum, eða hátt upp í 12 tíma. Þær þurfa því að halda vel svo þær dugi nóttina. Fæstar dagbleyjur eru með slíka rakadrægni. Því mælum við með því að fjölskyldur eigi næturbleyjur sem eru alltaf tilbúnar í slaginn fyrir nóttina. Enginn höfuðverkur og ekkert vesen um miðja nótt!
Fitted bleyjur með riflás
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í þremur mismunandi stærðum og eru einstaklega rakadrægar. Sniðið á þeim er þægilegt til þess að vinna með og henta því næturvaktinni vel.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Skeljar með riflás
Skeljarnar frá Little Lamb eru hannaðar til að passa fullkomlega utan um Fitted bleyjurnar frá sama merki en þær passa einnig vel yfir aðrar fitted bleyjur og prefolds.
Þar sem bæði fitted bleyjurnar og skeljarnar frá Little Lamb hafa teygjur við bak og læri þá heyra svokallaðar kúkasprengjur nánast sögunni til.
Skeljarnar koma í þremur stærðum og eru úr náttúrulega teygjanlegum bambus og mjúkofnu pólýefni. Í innanverðri bleyjunni er himna sem andar og hámarkar þannig loftflæði í gegnum efnið og heldur hitastiginu í lágmarki svo að barninu líði vel.
Skelin er einstaklega vel sniðin sem gerir það að verkum að hún heldur vætu og kúk þar sem það á að vera.
Efni
- Skeljarnar eru ofnæmisprófaðar og eiturefnalausar og falla undir ströngustu reglugerðir ReACH á vegum Evrópusambandsins um litarefni.
- Öll efnin sem notuð eru í skeljunum eru Oeko-tex Standard 100 vottuð.
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Sýna
per síðu