158 vörur
158 vörur
Flokka eftir:
Reifaðu barnið þitt í fallegt swaddle og litríkt bómullarsjal frá La Petite Ourse. Reifun er ein af árangursríkustu og vinsælustu aðferðum til að róa nýbura. Ef þú átt von á þér eða ert með nýfætt kríli, þá mælum við eindregið með að þú prófir!
Reifun hefur róandi áhrif á nýbura og er ein besta leiðin til að hugga grátandi barn. Hún veitir barninu öryggiskennd, því með reifunni líkjum við eftir þröngri tilveru barnsins í móðurkviði, þar sem því leið vel.Reifun hjálpar einnig til við að koma í veg fyrir svokallað bregðu-viðbragð (móró-reflex) hjá barninu.Rannsóknir sýna að reifuð nýfædd börn vakna sjaldnar og sofa í lengri lotum. Það er eitthvað sem margir þreyttir foreldrar nýbura vilja heyra!
Swaddle er einnig hægt að nota sem létt teppi eða undirlag á ferðinni.
Þessi vara er OEKO-TEX vottuð.
Efni og stærð
100% OEKO-TEX vottuð bómull
120x120cm
3.000 kr
Verð per eininguInnlegg (5 saman)
Fimm endingargóð innlegg sem tryggja þægindi og frábæra rakadrægni – einfalt og hagnýtt val. Þetta eru 4x Alva baby innlegg með bambus ytra lagi og microfiber innra lagi og bifold innlegg úr hamp-bómullarblöndu, líklega frá Stouthouse. Svo eru þrír bústerar úr þreföldum bambus frá Little Lamb, einn mjög lítið notaður og tveir mikið notaðir, ásamt einum beinum flísrenning í stærð 1 frá Little Lamb
Lekahlífarnar frá Little Lamb eru mjúkar, þunnar, eiturefnalausar og falla vel upp að húðinni þinni.
Fjölnota lekahlífar eru algjör skyldueign fyrir mjólkandi mæður. Segðu skilið við einnota lekahlífar og fagnaðu tilkomu fjölnota lekahlífa í líf þitt. Við vitum að þær munu veita þér sálarró.
Þessar lekahlífar frá Little Lamb koma saman 5 pör í pakka. Þær eru úr tvöföldum þétt ofnum OEKO-TEX vottuðum bambus með lekavarið PUL í millilaginu. Saumarnir eru fínir og gera það að verkum að þessar lekahlífar sjást ekki utan á fötunum þínum.
Efni
- Ytra lag: Bambus
- Milli lag: Vatnsþétt PUL
- Innra lag: Bambus
- Frábær lekavörn fyrir mjólkandi mæður bæði á meðgöngu og eftir fæðingu
- Eiturefnalaus efni upp við viðkvæmar og sárar geirvörtur
- koma 11 cm og 13 cm í ummál
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Ullarsápustykkið frá Poppets er fullkomið fyrir ull því það er milt og nærandi og eru einstaklega ríkt af olífusmjöri og lanolíni sem bæði nærir og lengir líf ullarinnar. Hentar einstaklega vel fyrir blettaþvott því nudda má sápustykkinu beint á skítugan blett.
Hreina ullarsápustykkið inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm. Stykkið er 80gr hjartalaga sápustykki fyrir ull í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður - annars getur ullin þæfst.
2. Nuddaðu sápustykkið á milli handanna þinna ofan í vatninu þangað til vatnið er orðið fallega mjólkurlitað.
3. Settu ullina ofan í lausnina.
4. Þú mátt nudda sápustykkinu beint á erfiða bletti. Skolaðu svo sápuna vel úr álagssvæðinu.
5. Láttu ullina liggja í bleyti í 30 mín.
6. Skolaðu létt og varlega.
7. Ef þú þarft að lanolísera ullarskeljar, þá myndiru hefja það ferli hér.
8. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Efni
Glycerin, Aqua, Lanolin, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Olea Europaea Fruit Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Citric Acid, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI7789
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Dásamleg og næringarrík lausn fyrir fjölnota þurrkur í formi mola sem leysast upp í vatni. Lausnin er stútfull af næringarefnum efnum og shea smjöri og kókosolíu sem nærir húð barnsins og inniheldur einnig milda sápu svo litli bossinn verði skínandi hreinn! Hægt er að kaupa lausnina í dollu eða sem áfyllingu, svo geturðu líka skellt prufu í körfuna ef þig langar að prófa áður en þú tekur þetta alla leið!
Þessi lausn er náttúruleg og inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Einn moli gefur þér 400ml-1000ml af næringarlausn.
Vottuð örugg fyrir ungabörn 1. mánaða og eldri. Mælst er til að nota hreint soðið vatn fyrsta mánuðinn í lífi barnsins.
Innihald og pakkningar
Hver dolla af Poppets næringarmolum inniheldur blöndu af 20 molum.
Pakkningarnar eru endurvinnanlegar, endurnýtanlegar og lausar við plast.
Hægt verður að kaupa áfyllingar til að fylla á.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Notkunarleiðbeiningar
Flaskan inniheldur lanolínlögur sem er tilbúin til notkunar. Þú einfaldlega spreyjar létt á ullarskelina til að halda lanolínseringunni við. Þú getur blandað þínar eigin lanolínlögur og notað brúsann áfram þegar upphaflega innihaldið klárast.
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er alveg náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi. Lanolín sprey er ekki full lanolínmeðferð.
Innihald og pakkningar
100gr af lanolín viðhaldsspeyi í speybrúsa úr áli. Áfyllanlegur ef þú vilt gera svona sprey sjálf/ur.
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Auðveldari leiðin til þess að lanólínsera ull!
Einn moli er fullkomið magn til þess að lanólínsera ullina þína - bombaðu einum mola í volgt vatn og lausnin er tilbúin... easy peasy! Molarnir eru hreinir og einfaldir, gerðir úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og eru lausir við ilm- og litarefni. Þú getur keypt lanolínmolana frá Poppets í dollu, í áfyllingarformi og svo geturu líka skellt prufu sem er einn moli með í körfuna ef þú vilt prófa fyrst.
Afhverju?
Til þess að ullarbleyjur virki þarf að "preppa" hana fyrir fyrstu notkun og aftur eftir þörfum eftir það. Lanólín er í raun vaxið sem gerir ullina vatnshelda og þegar ullin er unnin af kindinni þá er lanólínið hreinsað burt. Því er mikilvægt að setja lanólín aftur í bleyjuna svo hún virki og það er gert með lanólí"baði".
Lanólínbað þarf aðeins að framkvæma á nokkurra mánaðar fresti eða eftir þörfum.
Hvernig?
Lestu þvottaleiðbeiningar fyrir ull hér.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er mjög náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
100gr af hreinu lanolíni til að lanolínsera ullarbleyjurnar í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Einstaklega vel sniðnar og ofureinfaldar vasableyjur frá Little Lamb sem passa börnum frá 8-16kg. Þessar bleyjur koma í þremur stærðum og þeim fylgir gífurlega rakadrægt og öflugt bambus trifold úr 100% hreinum bambus.
Stærðir
Stærð 1: 4,5-9kg
Stærð 2: 8-16kg
Stærð 3: 15+kg
Eiginleikar
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Einstaklega vel sniðnar og einfaldar vasableyjur frá Little Lamb sem passa börnum frá 4,5-9kg Þessar bleyjur koma í þremur stærðum og þeim fylgir gífurlega rakadrægt og öflugt bambus trifold úr 100% hreinum bambus.
Stærðir
Stærð 1: 4,5-9kg
Stærð 2: 8-16kg
Stærð 3: 15+kg
Eiginleikar
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Þessi pakki er allt sem þú þarft til að annast litla bossann á sjálfbæran og náttúrulegan hátt. Þú veldur a.m.k. tvo pakka af fjölnota þurrkum að eigin vali og færð aukahlutina með sérafslætti – allt í hæsta gæðaflokki. Með öllum þurrkupökkum fylgir frír Cocobutts blautpoki með einu hólfi.
Veldu a.m.k. 2 pakka af fjölnota þurrkum og blautþurrkubox að eigin vali
- Við mælum persónulega með Poppets!
Veldu næringarlausn með mildum ilm að eigin vali í kaupbæti
- Næringarmolar fyrir fjölnota þurrkur frá Poppets – Bleyttu þurrkurnar með þessum náttúrulegu molum sem innihalda shea smjör og kókosolíu. Molarnir bæta rakadrægni þurrknanna og næra húð barnsins, allt án auka- eða eiturefna.
Af hverju velja þennan pakka?
- Sjálfbært og umhverfisvænt – Minnkar sóun og stuðlar að sjálfbærum lífsstíl.
- Mjúkar og náttúrulegar lausnir – Fyrir viðkvæma húð barnsins án skaðlegra aukaefna.
- Hagkvæmur og fjölnota – Sparar peninga og býður upp á fjölbreytta notkun.
Veldu náttúrulega umhyggju – fyrir barnið þitt, budduna og jörðina!
Hafðu það notalegt og passaðu upp á heilsuna á meðan blæðingarnar eru í gangi með Náttúrulega tíðapakkanum okkar. Veldu þér þrjár fjölnota tíðavörur að eigin vali og fáðu blautpoka frítt með.
KAUPAUKI1x Lítill Cocobutts blautpoki – Fullkominn til að geyma fjölnota bindi á ferðinni. Þægilegur og vatnsheldur til að einfalda daginn þinn.
Af hverju fjölnota vörur?
- Þægileg, mjúk og hönnuð með heilbrigði í huga.
- Minni sóun og minni urðun einnota tíðavara, sem stuðlar að hreinni jörð.
- Umhverfisvæn hönnun úr hágæða náttúrulegum efnum sem anda vel og bjóða upp á einstaka vellíðan.
Skapaðu þér þægilegt og sjálfbært líf með Náttúrulega tíðapakkanum – Cocobutts blautpokinn fylgir með!
Af hverju ætti að velja ullarbleyjur og Ai2 kerfið?
Ullarbleyjur:
Ull er náttúrulegt efni sem andar einstaklega vel og hentar fullkomlega fyrir viðkvæma húð barna. Ullin hefur einstaka eiginleika sem gera hana vatnsfráhrindandi og bakteríudrepandi, sem þýðir að þú þarft ekki að þvo ullarbleyjur eftir hverja notkun – láttu þær bara lofta! Þetta sparar bæði tíma og orku og stuðlar að sjálfbærari lífsstíl. Ullarbleyjur henta sérstaklega vel fyrir bæði dag- og næturnotkun, þar sem þær veita betri öndun og draga úr hættu á rakamyndun í húð
AI2 kerfið (Allt-í-tvennu):
AI2 kerfið er einfalt, sveigjanlegt og hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja þægilegan og hagkvæman kost. Ullarskelin er notuð aftur og aftur svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana, og þú einfaldlega skiptir um innlegg eftir þörfum. Þetta þýðir minna þvottamagn og betri nýtingu á vörunni. Með Ai2 getur þú valið á milli mismunandi innleggsvalkosta, eins og bambus, hamp eða bómull, allt eftir þörfum barnsins. Ef það kemur kúkur í skelina er nóg að blettaþvo hana.
Saman mynda ullarbleyjur og AI2 kerfið fullkomið val fyrir foreldra sem vilja hagkvæmni, þægindi og umhverfisvænan lífsstíl – allt án þess að fórna þægindum barnsins. 🌱
Helstu kostir AI2 kerfisins:
- Færri skeljar: Þú þarft aðeins 2-3 skeljar fyrir daginn og getur notað þær aftur og aftur með nýjum innleggjum.
- Minni þvottur: Skeljarnar þværðu aðeins þegar þær verða óhreinar eða illa lyktandi, en innleggin þværðu eftir hverja notkun.
- Snap-in-One kerfi: Mörg innlegg eru með smellum sem tryggja að þau haldist á sínum stað í skeljunum.
- Sveigjanleiki: Þú getur blandað saman innleggjum, eftir þörfum fjölskyldunnar.
- Hagkvæmt og einfalt: Einfalt að skipta út innleggjum án þess að þvo skelina í hvert skipti.
Hvað er innifalið í þessum pakka?
- A.m.k. ein ullarskel að eigin vali sem henta þínum þörfum og barni þínu.
- A.m.k 3x innlegg að eigin vali
- KAUPAUKI - Lanolín lausn með ilm að eigin vali
Ullarskeljarnar sem þú getur valið úr:
Ullarskeljar frá Pisi
- Tvö lög af GOTS- og OEKO-TEX vottaðri ull, með efnisborðum að innan sem halda innleggjum á sínum stað.
- Stærðir: 2 (6-16 kg), 3 (10-19 kg).
- Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.
Ullarskeljar frá Puppi
- Snap-in-One skeljar úr ítalskri merino ull.
- Stærðir: OS (6-15 kg) og OS+ (9-18 kg).
- Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.
Innleggin í boði:
Bambus innlegg frá Bare and Boho
- 5 lög af bambus-bómullarfleece með „stay-dry“ microfleece.
- Snap-in-One smellur halda innleggjunum á sínum stað.
Hemp innlegg frá Bare and Boho
- Lífræn hamp-bómullarblanda með snap-in-One smellum fyrir aukna stöðugleika.
Flatar bleyjur úr muslin frá Pisi
- Lífræn bómull, einföld í notkun og þorna hratt. Henta fyrir alla skeljar.
- Það þarf að loka flötum bleyjum með snappi eða nælum.
Fitted bleyjur frá Pisi
- Lífræn bómull með vasa fyrir auka rakadrægni.
- Henta vel undir ullarskeljar og veita framúrskarandi lekavörn.
- Fliparnir eru nógu breiðir til að sleppa snappi eða nælum en það má nota lokun með ef þú vilt að bleyjurnar haggist ekki.
Hvernig set ég saman minn pakka?
- Veldu 2-4 ullarskeljar að eigin vali.
- Veldu 1+ lanolín lausn að eigin vali.
- Veldu 8+ innlegg að eigin vali og fáðu 20% afslátt.
- Kláraðu kaupin og Cocobutts blautpoki fylgir frítt með
Náttúrulegi ullarpakkinn – Sveigjanlegt kerfi fyrir einfalda, skilvirka og hagkvæma taubleyjunotkun.
Persónulegur næturpakki - sérsniðinn að þínu barni!
Við vitum hversu mikilvægt það er að tryggja góðan nætursvefn fyrir litla ofurpissara og höfum því sett saman þetta sérsniðna kerfi fyrir þig. Ullarnæturpakkinn er að okkar mati rakadrægasta næturkerfi sem völ er á, hvort sem þú ert með ofurpissara eða barnið þitt er einfaldlega í leit að þægilegri næturlausn! Nú getur þú sett saman þinn eigin pakka með valmöguleikum sem henta best þér og barninu þínu.
Af hverju ull og fitted bleyjur?
Ull er frábært efni fyrir næturbleyjur, þar sem hún býður upp á einstakt loftflæði, viðheldur réttu hitastigi og dregur í sig raka án þess að leka. Í ullarbuxum með fitted bleyjum fær barnið þitt þægindi og þurrk í allt að 12 klukkustundir, sem er algjört lykilatriði fyrir góðan nætursvefn.
Svona virkar pakkinn:
- Veldu ullarbuxur
Byrjaðu á að velja ullarbuxur frá Disana í þeirri stærð sem barnið þitt er í eða er að fara að vaxa í. Stærð fyrir ofan núverandi hentar vel og dugar lengur. Þú getur einnig valið litinn sem þú vilt, eða við veljum fallegan lit fyrir þig ef ekkert er tekið fram.
-
Veldu 2-4 fitted bleyjur
Þú getur valið blöndu af AWJ næturbleyjum frá Alva Baby og frá Little Lamb. Hvort sem þú kýst gráan eða hvítan saum frá Alva Baby eða bambus bleyjurnar frá Little Lamb, þá er auðvelt að sérsníða pakkann þinn.
-
Viðbót: Umhirða fyrir ull
Veldu Lanólínlausn sem fylgir með í kaupbæti
- Lanólínmolar
- Viðhaldssprey fyrir ull
- Sápustykki fyrir ull
Þessar vörur eru ómissandi fyrir alla sem nota ullartau og gera viðhald þeirra einfalt og áhrifaríkt.
Nánar um vörurnar í pakkanum:
Ullarbuxur frá Disana
Þessar pull-up ullarbuxur úr 100% lífrænni merino ull bjóða upp á fullkomna vatnshelda „skel“ yfir bleyjusvæði barnsins. Þær eru teygjanlegar, anda vel og halda hita jafnvel þegar þær blotna.
AWJ Fitted næturbleyjur frá Alva Baby
Bleyjur með innsaumuðum 3ja laga bambusinnleggjum sem eru mjög rakadræg og henta sérstaklega vel ofurpissurum. Þær eru stay-dry, svo barnið þitt finnur ekki fyrir vætu næst húðinni.
Fitted bleyjur frá Little Lamb
Rakadrægar bambus/viscose bleyjur sem bjóða upp á valmöguleika fyrir meiri þurrk og lengri notkunartíma.
Ullin – Náttúruleg snilld
Ull hrindir frá sér bakteríum og þarf sjaldan að þvo. Hún dregur í sig raka án þess að leka og tryggir að börn hvorki svitni né verði köld, jafnvel þótt bleyjan sé blaut.
Hámarkaðu svefninn – Þægilegt fyrir barnið, auðvelt fyrir þig!
Allt sem þú þarft til að byrja með taubleyjur!
Startpakki Cocobutts er hannaður til að gera upphafið með taubleyjur auðvelt, hagkvæmt og skemmtilegt. Pakkinn inniheldur úrval vinsælustu vasableyjanna ásamt nauðsynlegum fylgihlutum fyrir fjölnota lífsstílinn – þar á meðal tvo blautpoka sem auðvelda geymslu og umhirðu.
Pakkinn inniheldur:
- 8x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með bambus innleggi
Fjölhæfar og hagkvæmar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur viðkvæmri húð barnsins þurri. - Passa börnum frá 3,5–15 kg með stillanlegri one-size hönnun.
2x Lúxus vasableyjur frá Poppets Baby með tveimur súper innleggjum
- Nettar og mjúkar bleyjur með flís innra lagi
- Tvö innlegg: eitt úr bambus og lífrænni bómull, og annað úr hampblöndu.
- Opnar í báða enda fyrir þægilega innsetningu og fjarlægingu innleggs.
- Passa börnum frá 3,5kg - 16kg
2x vasableyjur frá La Petite Ourse með tveimur bambus innleggjum
- Endingargóðar bleyjur með tveimur bambusinnleggjum og suede
- Framleiddar úr endurunnum plastefnum með CPSIA vottun.
- Henta börnum frá 5–16 kg.
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvagi í gegn. Algjör leikbreytir í taubleyjulífinu!
4x Bambus bústerar frá Alva Baby
- Frábærir bústerar sem auka rakadrægnina í bleyjunum fyrir löngu lúrana eða ferðalögin.
KAUPAUKAR
1x Stór Cocobutts tveggja hólfa blautpoki
- Fullkominn fyrir daglega notkun – geymir hreinar og notaðar bleyjur í aðskildum hólfum. Fullkomið fyrir ferðalög eða dagvistun.
1x XL blautpoki – Pail Liner með rennilás á botni
- Stór, vatnsheldur og lyktarheldur poki með rennilás á botni fyrir sem auðveldar þér taubleyjuþvottinn til muna.
- Hentar fullkomlega til að geyma bleyjur fyrir þvott.
Af hverju að velja Startpakka Cocobutts?
Vinsælustu bleyjurnar: Vasableyjur sem eru uppáhalds meðal Cocobutts viðskiptavina og okkar sjálfra.
Fullkomið fyrir byrjendur: Inniheldur allt sem þú þarft til að byrja á fjölnota ferðalaginu.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Þægilegt og vel skipulagt: Með tveimur mismunandi blautpokum er auðvelt að halda skipulagi og sjá um notaðar bleyjur.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Settu innlegg í vasa og bleyjan er tilbúin.
Sveigjanleiki: Bústerar og innlegg fyrir mismunandi þarfir.
Skipulag: Aðskildar lausnir fyrir daglega notkun og geymslu fyrir þvott.
Tryggðu þér Startpakka Cocobutts í dag og njóttu alls þess besta sem fjölnota lífsstíllinn hefur upp á að bjóða! 🌿
Dagspakki fyrir fjölnota lífsstíl!
Grunnpakki Cocobutts er hugsaður sem fullkominn dagspakki af frábærum vasableyjum, og inniheldur nóg af bleyjum fyrir einn dag. Þessi pakki er tilvalinn fyrir þá sem vilja prófa taubleyjur í fyrsta sinn eða bæta við núverandi bleyjubirgðir.
Pakkinn inniheldur:
- 4x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með einu bambus innleggi
- Þægilegar og einfaldar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur húð barnsins þurrri. Vasableyjurnar frá Alva Baby eru elskaðar af taubleyjuforeldrum á Íslandi og um heim allan vegna þess að þær eru frábærlega sniðnar, eru ótrúlega endingagóðar og mjög hagkvæmar.
- Henta börnum frá 3,5–15 kg.
2x AIO bleyjur frá La Petite Ourse
- Endingargóðar og gífurlega rakadrægar AIO bleyjur með ísaumuðu bambus innleggi og bambus búster sem smellist ofan á bleyjuna eða hægt að setja í vasann. Með hemp búster duga þessar bleyjur sem næturbleyjur fyrir flestar fjölskyldur fyrsta árið.
- Passa börnum frá 5–16 kg
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvaginu í gegn. Algjör nauðsyn fyrir alla sem nota taubleyjur.
2x Hemp bústerar – 2 lög
- Einstaklega þunnir og rakadrægir hemp bústerar sem þú getur brotið saman eða lagt flatt undir eða utan um annað innlegg til að auka við rakadrægnina. Tilvalið fyrir langa lúra eða í ferðalög.
1x Cocobutts tveggja hólfa blautpoki í miðlungsstærð
- Vatnsheldur blautpoki með tveimur hólfum til að geyma hreinar og notaðar bleyjur aðskildar. Fullkominn fyrir daglega notkun eða í ferðalög.
Af hverju að velja Grunnpakka Cocobutts?
Dagleg notkun: Þessi pakki inniheldur allt sem þú þarft fyrir einn dag af fjölnota bleyjunotkun.
Einfalt og hagkvæmt: Fullkomið fyrir byrjendur sem vilja prófa taubleyjur án þess að flækja hlutina.
Vinsælustu bleyjurnar: Þú færð blöndu af vinsælum vasableyjum frá Alva Baby og Little Lamb sem eru bæði þægilegar og áreiðanlegar.
Skipulag og þægindi: Tveggja hólfa blautpokinn gerir geymslu og umhirðu bleyjanna einfaldari.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Vasableyjur með stillanlegri hönnun sem vaxa með barninu.
Rakadrægni: Hágæða innlegg og bústerar sem tryggja að barnið sér þurrt og líði vel.
Hentug lausn: Fullkomið fyrir daglega notkun heima eða á ferðinni.
Grunnpakki Cocobutts er frábær leið til að hefja fjölnota lífsstíl og tryggja umhverfisvænni framtíð – einn dag í einu! 🌿
Að byrja koppaþjálfun er stórt skref í lífi barnsins – og þjálfunarnærbuxur eru lykilatriði til að gera þetta ferli auðveldara og árangursríkara. Með koppaþjálfunarpakkanum getur þú valið 3 þjálfunarnærbuxur að eigin vali úr fjölbreyttu úrvali hágæða vara sem passa bæði þarfir barnsins og fjölskyldunnar. Cocobutts blautpoki með tvöföldu hólfi fylgir öllum koppaþjálfunarpökkum.
Af hverju þjálfunarnærbuxur?
Þjálfunarnærbuxur hjálpa börnum að tengja vætu við líkamlegar þarfir sínar og auka sjálfstæði með því að gera þeim kleift að toga nærbuxurnar auðveldlega upp og niður. Þær veita á sama tíma smá vörn gegn slysum, svo fötin haldist þurr, án þess að trufla ferlið.
Veldu úr eftirfarandi valkostum:
Alva Baby One size – Fallegar nærbuxur með bambus innra lagi og vatnsheldu PUL ytra lagi. Þær henta börnum frá 10–16 kg og eru tilvaldar fyrir fyrstu skrefin í koppaþjálfun.
Alva baby 2T og 3T - Fallegar nærbuxur með bómull sem innra og ytra lag og PUL sem milli lag. Þessar eru fullkomnar fyrir þá sem vilja sjá þegar slys hafa orðið því þær blotna meðfram lærum barnsins án þess að allt annað rennblotni.
Bare and Boho – Lífrænar bómullarnærbuxur með smellum fyrir auðveldari notkun. Henta vel fyrir börn á bilinu 15–20 kg.
Little Lamb – Rakadrægar nærbuxur úr hampi og bómull, með fjölbreyttum stærðum allt upp í 28 kg. Fullkomnar fyrir löngu bíltúra eða lúra þegar þú vilt tryggja að fötin haldist þurr.
Pakkinn inniheldur einnig:
1x Miðlungs Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum – Fullkominn fyrir koppaþjálfunina, með tveimur aðskildum hólfum til að geyma bæði hrein og skítug föt. Fullkomið fyrir leikskólann eða í ferðalögin! Pokinn nýtist einnig áfram sem t.d. sundpoki eða bara undir hvað sem er sem þú myndir annars nota plastpoka fyrir.
Af hverju að velja fjölnota lausn í stað einnota í koppaþjálfun?
Eykur skynvitund barnsins og flýtir fyrir árangri í koppaþjálfun.
Umhverfisvæn lausn sem minnkar sóun.
Hagkvæmari kostur sem sparar þér peninga til lengri tíma.
Veldu fjölnota – fyrir barnið þitt, budduna og jörðina!
Vörulýsing
Langt og mjög rakadrægt innlegg úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull og bambus, sem gerir það mjúkt og sveigjanlegt í notkun. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn en innleggið veitir mest 15 lög af hágæða rakadrægni. 'Sporðsendann' á innlegginu má staðsetja að framan eða aftan í vasableyjunni, eftir því hvar þú vilt fá mestu rakadrægnina.
Stærð
60cm lengd x 9cm breidd, víkkar í 13 cm á sporðsendanum.
Efni
Ytra lag: 100% GOTS vottuð lífræn bómull.
Innra lag: 3x 80%bambus/20%polyester.
Umhirða
Þvoið á 40 eða 60 gráðum.
Ekki nota bleikiefni eða mýkingarefni.
Látið loftþorna eða notið þurrkara á lágum hita, fjarri beinum hita.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.