22 vörur
Flokka eftir:
22 vörur
22 vörur
Flokka eftir:
Gerðu bleyjurnar skotheldar með þessum þunnu og mjóu bambus bústerum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Þessi innlegg eru fullkomin í vasableyjurnar.
Þessir bústerar eru hannaðir þannig að þeir draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.
Efni og stærð
90% bambus viscose
10% polyester
OEKO-TEX vottað.
Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni
Stærð: 13 x 33cm (passar í OS bleyjur og hægt að nota sem innlegg eitt og sér)
Við kynnum til leiks sundbleyjurnar frá Little Lamb, fyrstu sundbleyjurnar sem við bjóðum upp á með riflás og engum smellum!
Langbestu eiginleikarnir við fjölnota sundbleyur er að þær halda kúk töluvert betur í skefjum en einnota sundbleyjur gera og þessar sundbleyjur frá Little Lamb hafa enga fítusa sem gera fjölnota sundbleyjur flóknari en einnota sundbleyjur!
Nú geturðu loksins klætt barnið þitt í sundbleyju sem virkar eins og venjuleg bréfbleyja, sem er auðvelt að setja á barnið og auðvelt að taka af. Nema þessi er fjölnota, laus við öll eiturefni, haldast vel á barninu og halda kúk í skefjum frá sundlauginni.
Fjölnota sundbleyjur hleypa vökva í gegn þannig vatnið festist ekki inn í bleyjunni og íþyngir henni. Barnið þitt sleppur við það að hafa stóra vatnsbungu hangandi aftan á bossanum.
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Lekahlífarnar frá Little Lamb eru mjúkar, þunnar, eiturefnalausar og falla vel upp að húðinni þinni.
Fjölnota lekahlífar eru algjör skyldueign fyrir mjólkandi mæður. Segðu skilið við einnota lekahlífar og fagnaðu tilkomu fjölnota lekahlífa í líf þitt. Við vitum að þær munu veita þér sálarró.
Þessar lekahlífar frá Little Lamb koma saman 5 pör í pakka. Þær eru úr tvöföldum þétt ofnum OEKO-TEX vottuðum bambus með lekavarið PUL í millilaginu. Saumarnir eru fínir og gera það að verkum að þessar lekahlífar sjást ekki utan á fötunum þínum.
Efni
- Ytra lag: Bambus
- Milli lag: Vatnsþétt PUL
- Innra lag: Bambus
- Frábær lekavörn fyrir mjólkandi mæður bæði á meðgöngu og eftir fæðingu
- Eiturefnalaus efni upp við viðkvæmar og sárar geirvörtur
- koma 11 cm og 13 cm í ummál
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Flísrenningar eða fjölnota renningar frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætu þannig að barnið finnur síður fyrir henni. Stundaglaslaga flísrenningar aðlaga sig vel að taubleyjum og gefa hámarks vörn gegn vætu.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Sýna
per síðu