Alva Baby

Þjálfunarnærbuxur - Bómull/microfiber - 10-12kg (2T)

2.590 kr 1.000 kr

Fá eintök eftir - aðeins 1 eintök eftir

Gæðalegar og fallegar þjálfunarnærbuxur eru hugsaðar fyrir börn sem eru tilbúin til þess að taka fyrstu skrefin úr bleyju í kopp/klósett. Þessi stærð ætti að passa börnum frá c.a. 10-12kg. Þessar sætu þjálfunarnærbuxur frá Alva Baby eru með bómullar innra og ytralagi en í milli laginu er microfiber og vatnshelt PUL. Þær líta því út eins og venjulegar nærbuxur en eru með leynilega ofurkrafta!

Þessar þjálfunarnærbuxur eru hannaðar þannig að þær halda vætu í skefjum en geta blotnað meðfram lærum og því auðveldara fyrir umönnunaraðila að fylgjast með slysum ef barnið lætur ekki vita.

Efni og eiginleikar

  • Stærðir: 2T, 3T, 4T
  • Þyngd:
    • 2T: 1.7oz(48g)
    • 3T: 1.8oz (51g)
  • Efni ytra lag: 95% bómull - 5% spandex
  • Innra lag: bómull
  • Millilag: Innsaumað 2ja laga microfiber fabric með plastkóðuðu TPU sem er mjög vatnshelt efni sem bæði andar og er endingarmikið.

Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.

Merkið

Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.

Áætlaður afhendingartími milli apríl 29 og maí 01.

Munstur

Hægt að sækja Cornelli Kids

Usually ready in 2-4 days

Deila

Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
H
Halla
Frábær þjónusta!

Ég keypti og stórar nærbuxur á dóttur mína svo þær hjá CocoButts buðu mér að koma til þeirra og velja aðrar. Dóttir mín kom með mér og hún fékk að velja sér nærbuxur alveg sjálf sem gerir koppaþjálfunina enn skemmtilegri. Nærbuxurnar sitja vel og grípa pissið svo þetta fari ekki allt út um allt. Mæli með!

K
Kaja G.
Mæli með!

Mjög smekklegar og góðar þjálfunarnærbuxur. Grípa "minni" slys sem er snilld meðan barn er í klósettþjálfun. Mæli með þeim :-)

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.