Pisi
Flatar taubleyjur úr muslin - Stærðir
Muslin flat bleyjur eru sérlega einfaldar og notendavæn lausn. Auðvelt að þvo og þorna sérlega hratt á snúru sem gera þær að frábærum kosti fyrir fjölskyldur sem eiga ekki þurrkara eða á ferðalagi. Gerðar úr 100% lífrænni bómull. Þessi muslin bleyja er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi (bleyjuskel) sem er vatnsverjandi lag, til dæmis ullarskeljarnar frá Pisi og Pulli og Ai2 skeljarnar frá Elskbar og Bare and Boho. Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Bleyjuna má nota samanbrotna inn í hvers kyns skel og einnig sem innleg í vasableyju. Einnig er hægt að brjóta bleyjuna í mismunandi brot sem hægt er að vefja utan um barnið og festa með bleyjufestingu. Þó skal tekið fram að bleyjan er ekki ferningslaga, þ.e. ekki allar hliðar jafn langar, sjá mál hér að ofan.
Hægt er að nota muslin bleyjuna til ýmissa annarra verka, tilvalið að nota sem ropklút, til að þurrka bleyjusvæðið, sem lítið handklæði, viskustykki eða þvottastykki.
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á. Efnið er 150 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | Frá 2,5 kg | 44x52 cm
- Stærð 2 | Frá 5 kg | 54x63 cm
- Stærð 3 | Frá 9 kg | 58x77 cm
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina frá Pisi, þá mælum við með að taka sömu stærð eða næstu stærð fyrir ofan af muslin bleyjunni, miðað við stærðina sem tekin er af ullarskelinni.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að flat bleyjur eru sérlega snöggar að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur á borð við flat bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
1.690 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 26 og janúar 28.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira
1.690 kr
Verð per einingu