Little Lamb
Lúxus Pail liner
5.990 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 26 og janúar 28.
Ef þú ert að leita að geymslulausn fyrir taubleyjur sem er fullkomlega vatnsþétt og lyktarþétt þá þarftu ekki að leita lengra. Innblásinn af þurrpokum sem eru notaðir við bátsferðir, þá er nýi Pail linerinn frá Little Lamb fyrir taubleyjur hannaður til að einfalda líf þitt til muna, sérstaklega ef þú þarft að hafa geymslupokann frammi eða inn á baðherbergi eða á ferðalögum. Hann er algerlega vatnsheldur og þægilegur í notkun, með vatnsheldum og lyktarheldum rennilás sem auðveldar að bæta bleyjum við (og heldur lykt inni) og stórri opnun efst svo hægt sé að tæma allt beint í þvottavélina án þess að þurfa að snerta neitt. Notkunargildið lifir langt fram yfir taubleyjulífið, en þessi poki hentar fullkomlega í allar aðstæður þar sem þarf að halda blautu inni eða úti og er þessi poki töluvert sterkbyggðari en hefðbundnir pail linerar.
Notkunarleiðbeiningar:
- Geymið óhreinar taubleyjur, innlegg og fjölnota þurrkur
- Nóg pláss fyrir allt að 20 taubleyjur
- Hengið upp eða hafið nálægt bleyjuskiptistöðinni
- Á þvottadegi: Hellið innihaldinu beint í þvottavélina fyrir snertilausa meðhöndlun.
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Við mælum með að þvo allar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar, ef ekki allar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.
Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.
Þvottarútína
Við mælum heilshugar með að að þvo alla aukahluti með PUL-efni með öðrum PUL vörum og samnýta þannig þvottinn.
Þurrkun
Við mælum með að þurrka allar vörur með PUL-i á snúru. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hitastillingu.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 30 daga. Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira