Poppets baby

Álpumpa fyrir vökva

Vörulýsing

Fullkomin pumpa til að hafa á ferðinni eða til að hafa heima ef þig langar að bleyta fjölnota þurrkurnar jafnóðum frekar en að bleyta allar í einu og geyma í boxi eða blautpoka.

Þessi pumpa rúmar 125 ml af ilmmolalausn, tilvalinn í skiptitöskuna fyrir umhverfisvænar fjölskyldur á ferðinni. 

Í brúsann er þægilegt að hafa soðið vatn eitt og sér eða ilmmolalausn.

Þrif

Hreinsaðu flöskuna með sápuvatni á milli áfyllinga.

Um merkið

Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull. 

1.190 kr 500 kr

Áætlaður afhendingartími milli apríl 29 og maí 01.

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.