Little lamb

Bambus búster - 3 lög (stakt og 5 í pakka)

Vörulýsing

Gerðu bleyjurnar skotheldar með þessum þunnu og mjóu bambus bústerum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Þessir bústerar eru fullkomnir í nýburableyjurnar eða sem bústerar fyrir ofurpissara. Nauðsynjavara fyrir taubleyjufjölskylduna og hentar mjög vel sem nætur bústerar eða fyrir langar bíl- og flugferðir.

Þessir bústerar eru hannaðir þannig að þeir draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.


Efni og stærð

90% bambus viscose
10%  polyester

OEKO-TEX vottað.

Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni

Stærð: 10 x 30cm (góð stærð fyrir nýbura og flottur sem búster)

1.290 kr 903 kr

Rýmingarsölu lýkur eftir:

00 : 23 : 29 : 21
Daga
Klst
Mín
Sek

Hægt að sækja Cornelli Kids

Usually ready in 2-4 days

Áætlaður afhendingartími milli apríl 28 og apríl 30.

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.