Little Lamb
Ai2 skeljar með riflás - Stærðir
Skeljarnar frá Little Lamb koma í þremur stærðum og eru úr náttúrulega teygjanlegum bambus og mjúkofnu pólýefni. Í innanverðri bleyjunni er himna sem andar og hámarkar þannig loftflæði í gegnum efnið og heldur hitastiginu í lágmarki svo að barninu líði vel.
Skelin er einstaklega vel sniðin sem gerir það að verkum að hún heldur vætu og kúk þar sem það á að vera.
Þessar skeljar eru hannaðar til að passa fullkomlega utan um Fitted bleyjurnar frá Little Lamb en þær passa einnig vel yfir aðrar fitted bleyjur eins og Bamboozle bleyjurnar frá Totsbots og/eða pre-folds.
Þar sem bæði fitted bleyjurnar og skeljarnar frá Little Lamb hafa teygjur við bak og læri þá heyra svokallaðar kúkasprengjur nánast sögunni til.
Efni
- Skeljarnar eru ofnæmisprófaðar og eiturefnalausar og falla undir ströngustu reglugerðir ReACH á vegum Evrópusambandsins um litarefni.
- Öll efnin sem notuð eru í skeljunum eru Oeko-tex Standard 100 vottuð.
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Hægt að sækja Cornelli Kids
Usually ready in 2-4 days
Ai2 skeljar með riflás - Stærðir
Stærð: Stærð 1 (4.5-9kg), Litur: Sow in Love
-
Cornelli Kids
Hægt að sækja, usually ready in 2-4 daysHamrabrekka 7
(fyrir neðan hús-Hamrabrekku megin)
200 Kópavogur
Ísland+3548452223
Áætlaður afhendingartími milli maí 01 og maí 03.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira
Þessar skeljar eru fullkomnar yfir fitted bleyjur og skyldueign með næturkerfinu.
Virkilega góð skel sem passar vel yfir little lamb fitted bleijuna. Nær hátt upp og er með góðum teygjum hjá lærum. Notum þessar allar nætur og lekur ekki hjá okkur.
Ég keypti þessa sérstaklega vegna þess hve rúmgóð hún er, og passar utan um fitted á nóttunni. Virkar fínt og engin vandamál.
Frábær skel yfir næturbleyjurnar frá little lamb. Við notum little lamb hemp booster líka í þær.
Annars notuðum við vasableyjur á næturnar og vorum farin að boosta þær vel en um 14 mánaða voru þær farnar að leka reglulega sama hvernig við reyndum að boosta. Mjög gott að fá þessar þar sem við höfum verið að nota einnta bleyjur á nóttunni í nokkra mánuði núna. Keypti tvær og á eftir að ákveða kvort ég kaupi fleiri eða prófi ullarskeljarnar 🫣 en finnst þessar geggjaðar og sé að þær eiga eftir að endast lengi! Stelpan er 16 mánaða og 11 kg
Ég keypti minnstu stærðina, er hæst ánægð með fitted bleyjuna. Skelin hefur mjög fínt snið, hentar stráknum mínum sem er langur með grönn læri á meðan margar aðrar týpur í st. S eru of víðar yfir lærin. Mér finnst PULið aftur á móti ekki í alveg nógu miklum gæðum (lekur samt aldrei í gegn) og ég myndi vilja hafa þvottaflipa fyrir franska rennilásinn.
Hjálplegt efni

10 góðar ástæður fyrir því að eiga blautpoka

10 góðar ástæður til að velja taubleyjur

Koppaþjálfun í skrefum fyrir 18-24mánaða
Fyrir Jörðina
Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.
Fyrir sparnaðinn
Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.
Fyrir heilsuna
Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.