Cocobutts

Náttúrulegi tíðapakkinn

9.070 kr 7.980 kr

Áætlaður afhendingartími milli desember 08 og desember 10.

Hafðu það notalegt og passaðu upp á heilsuna á meðan blæðingarnar eru í gangi með Náttúrulega tíðapakkanum okkar nú á sérstöku tilboði, á 20% afslætti úr nóvember.

Pakkinn inniheldur:

1-3x tíðanærbuxur frá Elskbar að eigin vali 

  • Einstaklega mjúkar, vatnsheldar og gríðarlega rakadrægar tíða- og lekanærbuxur sem láta þér líða vel allan daginn eða nóttina. Fullkomnar fyrir daglega notkun, léttar blæðingar eða sem viðbótarvörn við tíðabikar. Henta einnig fyrir þvagleka og útferð.

1-5x Fjölnota tíðabindi að eigin vali á 15% afslætti

  • Náttúruleg, mjúk og rakadræg bindi sem henta vel fyrir blæðingar og þvagleka. Þú velur rakadrægnina og fær 15% afslátt þegar þú tekur tíðanærbuxur með.

KAUPAUKI
1x Lítill Cocobutts blautpoki  – Fullkominn til að geyma fjölnota bindi á ferðinni. Þægilegur og vatnsheldur til að einfalda daginn þinn.

Af hverju fjölnota vörur?

  • Þægileg, mjúk og hönnuð með heilbrigði í huga.
  • Minni sóun og minni urðun einnota tíðavara, sem stuðlar að hreinni jörð.
  • Umhverfisvæn hönnun úr hágæða náttúrulegum efnum sem anda vel og bjóða upp á einstaka vellíðan.

Skapaðu þér þægilegt og sjálfbært líf með Náttúrulega tíðapakkanum – Cocobutts blautpokinn fylgir með!

Við mælum með að þvo flestar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.

Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.

Þumalputtareglur

  • Tíða- og lekavörur má þvo á 40-60°
  • Hengið upp til þerris (þurrkunartími 16-24klst)
  • Ekki er mælst til þess að þurrka tíða- og lekavörur í þurrkara nema á lágum hita.
  • Notið mild þvottaefni án ensíma.
  • Engin mýkingarefni.

Geymsla notaðra tíða- og lekavara

Við mælum með því að skola allar tíða- og lekavörur með köldu vatni og vinda mest úr áður en þær settar í geymslu fyrir þvott. Þannig má koma í veg fyrir að blettir festist í innra efninu.

Notaðar lekavörur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með litlum blautpoka og hafa rennilásinn opinn, eða netaþvottapoka, en það er einnig í lagi að nota bala sem tryggir gott loftflæði. 

Pro tip: Það er í góðu lagi að að geyma og þvo tíða- og lekavörurnar þínar með taubleyjunum eða handklæðunum.

Þvottarútína

Ef þú skolar tíða- og lekavörurnar þínar vel með köldu vatni strax eftir notkun þá dugar oftast að þvo vörurnar á 40-60°C með þeim þvotti sem hentar þér.

Sjá nánar um þvott á tíða- og lekavörum hér

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
9.070 kr 7.980 kr

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.