Pisi

Ullar renningur

Liner úr ull
Ullarliner eða ullarrenning frá Pisi sem eykur vatnsfráhrindandi eiginleika ullarskeljarinnar.

Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Pisi og Puppi og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum. Linerinn er um 11x24 cm. 

Notkun
Ullarliner frá Pisi er frábært að eiga til þess að auðvelda enn frekar notkun á ullarbleyjum.

Linerinn getur komið sér vel til dæmis:

  •  í byrjun þegar ný ullarskel er enn að ná upp fullum vatnsfráhrindandi eiginleikum sínum 
  •  á nóttunni eða öðrum tímum þegar lengri tími líður milli bleyjuskipta 
  •  ef barnið kemur til með að sitja lengi og þannig meiri líkur á þrýstingsleka 
  •  ef ullarskelin er komin á tíma með að þurfa lanólínbað en tímasetningin hentar ekki 
  • til að veita ullarskelinni auka vörn gegn kúk

þá er í öllum þessum tilfellum alveg tilvalið að skella ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans) og þannig auka til muna við vatnsfráhrindandi eiginleika bleyjunnar. Muna að til þess að nýta sér þetta þarf linerinn að hafa verið settur í lanólínbað. 

Þvottur
Ullarskeljar og -linera þarf mjög sjaldan að þvo. Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur milli þvotta.

Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél. Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti. Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris. Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott. 

 

Efni

  • Tvö lög af 100% ull. 
  • Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar. 
  • Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.

Um merkið

Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimlandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi. 

 

1.290 kr 650 kr

Áætlaður afhendingartími milli maí 03 og maí 05.

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.