Elskbar

Taubindi - Bambus velúr - Regular Flow - 3ja laga

2.690 kr

Áætlaður afhendingartími milli desember 25 og desember 27.

Vörulýsing

Létt og einstaklega mjúkt fjölnota tíðabindi frá Elskbar með góðri rakadrægni úr tveggja laga lífrænum bambus.

Elskbar Regular Flow er er mjúkt og rakadrægt tíða- og úthreinsunarbindi sem hentar á dögum þar sem þér blæðir nokkuð jafnt og þétt. Fullkomið bindi til að nota yfir daginn.

Efni 

-Innra lag: 1 lag af dúnmjúkum bambus velúr
-Milli lag: 2 lög grófur bambus
-Yrta lag: Vatnshelt TPU með dásamlegu munstri.

Eiginleikar

-Yrsta lagið er svokallað TPU sem dregur ekki í sig raka en er vatnshelt svo blóð kemst ekki í gegnum bindið. Bambus lögin sem eru samanlagt þrjú talsins, draga í sig raka.
-Tíðabindið er fest í kringum nærbuxurnar með smellum þannig að það helst á sínum stað. Þú ættir ekki að finna fyrir neinum óþægindum af smellunum þegar bindið er í notkun.
-Regular Flow er 27 cm á lengd og 7/6.5 cm á breidd þegar það er smellt.

Afhverju taubindi?

Þú munt líklegast aldrei nota aftur einnota tíðabindi þegar þú hefur prófað fjölnota! Fjölnota bindi festast ekki við húðina, þau lykta minna en einnota tíðabindi og stuðla að heilbrigðari flóru þarna niðri. Á sama tíma verndar þú umhverfið frá gífurlegu magni einnota tíðabinda og tíðatappa sem enda í urðun og fylla jörðina okkar af rusli.

Myndbönd

 

 

 

Um merkið 

Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar;  ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.

Við mælum með að þvo flestar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.

Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.

Þumalputtareglur

  • Tíða- og lekavörur má þvo á 40-60°
  • Hengið upp til þerris (þurrkunartími 16-24klst)
  • Ekki er mælst til þess að þurrka tíða- og lekavörur í þurrkara nema á lágum hita.
  • Notið mild þvottaefni án ensíma.
  • Engin mýkingarefni.

Geymsla notaðra tíða- og lekavara

Við mælum með því að skola allar tíða- og lekavörur með köldu vatni og vinda mest úr áður en þær settar í geymslu fyrir þvott. Þannig má koma í veg fyrir að blettir festist í innra efninu.

Notaðar lekavörur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með litlum blautpoka og hafa rennilásinn opinn, eða netaþvottapoka, en það er einnig í lagi að nota bala sem tryggir gott loftflæði. 

Pro tip: Það er í góðu lagi að að geyma og þvo tíða- og lekavörurnar þínar með taubleyjunum eða handklæðunum.

Þvottarútína

Ef þú skolar tíða- og lekavörurnar þínar vel með köldu vatni strax eftir notkun þá dugar oftast að þvo vörurnar á 40-60°C með þeim þvotti sem hentar þér.

Sjá nánar um þvott á tíða- og lekavörum hér

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

2.690 kr

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.